Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Landsleikir og margt fleira - Everton.is

Landsleikir og margt fleira

Mynd: Everton FC.

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að hlé er í ensku deildinni vegna landsleikja og rétt að nota tækifærið og hrósa íslensku leikmönnunum fyrir glæsilegan 1-2 útisigur á Albönum í sundpóló í kvöld. Ekki slæmt að vera með 6 stig eftir þrjá leiki og í öðru sæti í riðlinum. En þá að Everton.

Jagielka og Baines léku báðir fyrir England sem vann San Marino 5-0. Gamla kepan Andy Hinchcliffe vill meina að Baines eigi að vera fyrsti valkostur í vinstri bakverðinum og ég get nú ekki annað en verið sammála honum enda stóð Baines fyrir sínu og gott betur (eins og alltaf) en hann var líflegur í leiknum og lagði upp allavega eitt mark og var nálægt því að skora mark úr aukaspyrnu. Liverpool Echo tóku Baines fyrir fyrir leikinn gegn San Marino og gáfu honum toppeinkunn.

Þær fréttir bárust einnig að meiðsli Fellaini væru ekki jafn slæm og talið var í fyrstu en óvíst er hvort og hvaða leikjum hann missir af með Everton í kjölfarið. Vonandi verður hann orðinn heill fyrir leikinn gegn litla bróðir í Everton borg en þeir eiga í meiðslavandræðum sjálfir eftir að hafa misst Borini í fótbrot og því er óheiðarlegi oturinn orðinn eini „þekkti“ framherjinn sem þeir hafa yfir að ráða. Vonandi nær Gibson að leika allavega hluta leiks gegn QPR til að öðlast leikæfingu því Everton sárvantar hann aftur líka, þó svo liðinu gangi ágætlega í augnablikinu án hans. Þetta kann að vera tækifæri fyrir miðjumanninn Hitzlsperger, sem hefur æft með liðinu undanfarið, en svo mun mánaðarlán Barkley hjá Sheffield Wednesday vera á enda í vikunni, þannig að það eru nokkrir möguleikar í stöðunni.

Coleman fékk að byrja með Írum gegn Þýskalandi þar sem margir úr liði Íra voru meiddir, þar með talið hægri bakvörðurinn þeirra, en þeir töpuðu stórt fyrir Þýskalandi áðan, 1-6. Jelavic byrjaði í leik Króata (við Makedóníu sem Króatar unnu 1-2) og Heitinga í leik Hollands (3-0 sigur gegn Andorra) en Kevin Mirallas var á bekknum í leik Belga við Serbíu (sem Belgar unnu 0-3) en Mirallas kom inn á og skoraði þriðja mark Belga. Tim Howard og Bryan Oviedo spila sína leiki síðar. [Innskot: Howard og félagar unnu Antigua og Barbuda 2-1 en Oviedo og félagar unnu El Salvador 1-0].

Samningaviðræður eru hafnar við Heitinga um framlengingu á samningi hans við Everton en þessi leikmaður ársins í fyrra lýsti því yfir að hann væri mjög ánægður hjá Everton og telur að Everton eigi mjög góða möguleika á Evrópusæti í ár.

Af öðrum landsliðsmönnum er það að frétta að Matthew Kennedy, ungstirnið á kantinum sem Everton keypti á dögunum, var á skotskónum með U19 ára liði Skotland en hann skoraði annað mark Skotlands í 4-0 sigri þeirra á Armenum U19. Hann kom svo inn á í seinni hálfleik í 1-0 sigri á Rúmenum í gær en Skotar tryggðu sér áframhaldandi þátttöku með sigrinum. Vellios leikur með U21 árs liði Grikkja gegn Belgum U21s og Johan Hammar og Gethin Jones léku einnig með sínum U19 ára liðum (Svíþjóð og Wales). Hammar skoraði meira að segja fyrir Svía í 3-1 sigri þeirra og Conor Grant og Chris Long voru kallaðir í U18 hópinn sem mæta Ítölum.

Jack Rodwell lét hafa það eftir sér í viðtali á dögunum að honum hafi ekki litist á hvað mikil samkeppni væri komin um stöður á miðjunni hjá Everton og því hafi hann ákveðið að fara til Manchester City (þar sem líklega væri auðveldara að komast í liðið). Hann virðist þó enn vera að glíma við meiðsli í lærvöðva en hann meiddist enn og aftur, í þetta skiptið með U21s árs liði Englendinga í kvöld.

Senn líður að derby leiknum við litla bróður í Everton borg og Toffeeweb velti fyrir sér af því tilefni hver myndi verða valinn dómari í þeim leik. Minn valkostur væri Howard Webb, sem mér finnst einn besti dómarinn í heimi, en það færi náttúrulega illa í granna okkar sem eru með alls konar samsæriskenningar (eins og venjulega) um að hann hljóti að halda með United því hann er alltaf svo vondur við þá (eins og allir, að þeirra mati).

Í öðrum fréttum er það helst að gamla kempan Peter Reid er orðinn dálkahöfundur á EvertonFC.com en hann skrifaði sinn fyrsta pistil á dögunum þar sem hann gaf sína skoðun á byrjun Everton á tímabilinu, á Baines vs. Cashley, Jagielka og möguleika Osman á að fá séns með enska landsliðinu — og sagði að ólympískar dýfingar (#hóst# Suarez #hóst#) ættu ekkert erindi í fótboltann og að það ætti að refsa mönnum fyrir slíkt.

Phil Neville gaf jafnframt út að hann langi að stýra knattspyrnuliði. Hann hefur reynst flottur leiðtogi inni á vellinum og á örugglega eftir að gera það gott í stjórastöðunni einhvers staðar. Og svona í lokin: Executioner’s Bong tók Howard fyrir í grein þar sem þeir greindu leikstíl hans og báru saman við aðra markverði. Alltaf áhugaverð lesning.

9 dagar í QPR leikinn. Allt of langur tími. 🙂

2 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    óþolandi þessi landsleikjahlé.

  2. Finnur skrifar:

    Segðu!

    Ég missti reyndar af því að Mirallas skoraði þriðja mark Belga í sigurleik þeirra. Laga það hér með! 🙂