Mynd: Everton FC.
Everton mætti Wigan á útivelli í leik sem endaði með 2-2 jafntefli og, líkt og í Newcastle leiknum um daginn, þá töpuðust tvö stig vegna mistaka dómara. Meira um það síðar.
Uppstillingin eins og við var að búast: Howard, Baines, Heitinga, Jagielka, Coleman. Pienaar á vinstri kanti, Mirallas á hægri, Osman og Neville á miðjunni. Jelavic frammi og Fellaini fyrir aftan hann.
Það var ákveðið andleysi yfir leik Everton í fyrri hálfleik og fór örlítið um mann fyrstu mínúturnar því maður hafði það á tilfinningunni að Everton væri að fara að fá á sig „suckerpunch“ mark í fyrstu tilraun andstæðinganna á innan við fyrstu tíu mínútunum… þriðja leikinn í röð! Og það reyndist rétt. Á 9. mínútu fær sóknarmaður Wigan boltann í teig vinstra megin með Coleman til varnar. Coleman skrikar fótur sem leiðir til þess að sóknarmaðurinn kemst framhjá honum og nær að senda fram á við og fyrir markið þar sem sóknarmaður Wigan er einn á móti markverði og skallar í netið. Enginn varnarmaður nálægt. Nema hvað leikmaðurinn sem skoraði var rangstæður og allir varnarmenn Everton með hendur á lofti en línuvörðurinn var illa staðsettur og dæmdi markið því löglegt. Veit ekki hvaða dæmi þetta er með línuverði á þessu tímabili, sbr. Newcastle leikinn um daginn þar sem enska pressan benti á að tvö mörk hefðu verið tekin af okkur. Hvað um það, Everton liðið lét þetta ekki á sig fá og var búið að jafna andarbliki síðar.
Stuttur þríhyrningur á vinstri kanti: Pienaar, Fellaini og Pienaar leiðir til þess að Pienaar er kominn upp að horni vítateigs hægra megin (frá markverði Wigan séð) og nær ekki góðu skoti (eða frábærri sendingu, eftir því hvernig litið er á það) og boltann endar á hausnum á Jelavic á fjærstöng sem skallar í gegnum klofið á markverði Wigan og í netið. Everton búið að jafna 1-1 aðeins 30 90 sekúndum eftir að hafa fengið á sig mark.
Á 22. mín er Everton liðið í sókn en missti boltann við vítateig Wigan. Varnarmaður Wigan þrykkti boltanum upp völlinn og hitti þar fyrir nokkurn A. Kone sem tók á sprettinn með boltann en Heitinga til varnar. Hann virtist hafa Heitinga undir á sprettinum inn í vítateig en Heitinga náði að bjarga sér fyrir horn með því að pota í boltann. Því miður fór boltinn ekki alla leið út af því Kone náði boltanum og sendi hann framhjá Heitinga út í teig þar sem hann fann Di Santo óvaldaðan sem þrumaði boltanum framhjá Howard. Jagielka reyndi að henda sér fyrir boltann en náði ekki. Everton aftur lent undir í leiknum eftir hálf-skelfilega varnarvinnu. Heitinga var líka tekinn út af í hálf-leik fyrir Distin enda Distin gríðarlega sprettharður og því meiri jafningi Kone en Heitinga hvað spretthörkuna varðar.
Hér hefði staðan átt að vera 1-1, ef dómarteymið hefði verið vandanum vaxið, en í staðinn var Wigan komið marki yfir. Wigan átti annað skot stuttu seinna sem Howard varði vel og vörnin virkaði svolítið brothætt en gerði nóg til að halda Wigan niðri.
Osman átti flott skot sem breytti um stefnu en markvörðurinn varði vel. Baines átti svo flottan sprett upp vinstri kantinn, inn í vítateig og skaut í nærstöngina (sjá mynd) og það hefði nægt Fellaini að setja löppina út (ef hann hefði haft meiri tíma til að hugsa) og þá hefði boltinn farið í autt markið.
Everton átti mun betri seinni hálfleik en þann fyrri og brátt litu þrjú færi dagsins ljós, hjá Osman og Mirallas. Verst af öllu var þegar Mirallas fór mjög illa með eitt þeirra, skaut yfir þegar hann átti að setja boltann í netið. Pressan jókst á Wigan sem áttu einstaka skyndisóknir, til dæmis eina þar sem Jagielka átti flotta tæklingu til að drepa þá sókn.
Kevin never-a-Friend-of-Everton dæmdi leikinn en hann dæmdi einnig upphafsleik Everton á síðasta tímabili (0-1 tap gegn QPR) og sleppti þá augljósri vítaspyrnu sem Everton átti að fá. Og hann bætti um betur og gerði það tvisvar í þessum leik, annars vegar þegar varnarmaður sparkar í fótinn á Jelavic sem var í dauðafæri inni í teig. Púra víti en ekkert dæmt. Mér myndi líða eins og stuðningsmanni Liverpool ef ekki væri fyrir það að fréttamiðlarnir eru manni sammála.
Þegar ég rifja upp frammistöðu Kevin Friend grunar mig að hann sé að reyna aðeins of mikið að passa upp á að missa ekki stjórn á leiknum og á það til að gefa óþarfa gul spjöld því hann gaf þrjú gul spjöld sem manni fannst vera óþörf, t.d. „olnbogaskot“ hjá Fellaini sem var ekki olnbogaskot, gula spjaldið sem Baines fékk fyrir ég veit ekki hvað og „brot“ sem Jelavic átti að hafa framið en mér sýndist á endursýningu að væri bara leikaraskapur hjá Wigan manninum. Held að Kevin Friend hafi bara séð Wigan manninn falla og ákveðið að Jelavic hljóti að hafa verið brotlegur. Neville og Pienaar, aftur á móti, verðskulduðu sín gulu spjöld.
Anichebe kom inn á þegar um 10 mín voru eftir af venjulegum leiktíma en á 85. mínútu fengu Everton menn loks víti og þurfti tvö brot inni í teig til að dómarinn ákvað að dæma víti. Fyrst var hangið á Anichebe til að koma í veg fyrir að hann næði til boltans og svo var farið aftan í Mirallas í dauðafæri og þá gat Kevin Friend ekki annað en dæmt. Baines skoraði úr af miklu öryggi úr vítinu, upp í vínkilinn hægra megin. Óverjandi fyrir markvörðinn, sem þó skutlaði sér í rétt horn.
Og þannig fóru leikar. Everton átti 16 skot að marki, öllu mina en undanfarna leiki en 11 rötuðu á markið.
Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 8, Jagielka 7, Heitinga 5, Coleman 6, Pienaar 7, Neville 6, Osman 6, Mirallas 7, Fellaini 6, Jelavic 7. Varamenn: Distin 7, Naismith 6, Anichebe 6. Wigan menn fengu sexur og sjöur nema markvörðurinn sem fékk 9 (enda hélt hann þeim á floti) og Kone og Di Santo sem fengu 8.
Það má halda því fram að eitt stig á móti Wigan sé sanngjarnt eftir að hafa verið undir svo lengi en ég er hundfúll með að taka ekki öll þrjú, alveg eins og með Newcastle leikinn á dögunum, sem var rán um hábjartan dag. Ég er sáttur við byrjunina á tímabilinu eins og er, 2 stig að meðaltali í leik (14 stig eftir sjö leiki) og Everton í þriðja sæti. Það veit á gott að Everton hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu í deildinni og þarf að fara alveg aftur til mars til að finna næsta tapleik þar á undan (gegn Arsenal heima, sem má deila um hvort var verðskuldað).
Þetta verður ekki síðasta leikurinn sem dómarinn er í aðalhlutverki en maður verður bara að taka þessu. Þessi mannlegu mistök jafnast væntanlega út þegar á heildina er litið. QPR og litli bróðir næst í deildinni. Kannski jafnast þetta út þá. Eigum ennþá rautt inni á óheiðarlega oturinn eftir að hafa náð að fiska Rodwell út af í heimaleik okkar á síðasta tímabili.
Það þarf að vinna þessa leiki við neðrihelmingsliðin til að komast í alvöru toppbaráttu mitt mat er þessi leikur vannst ekki vegna framistöðu Jhonny H varnarleikurinn allt annar í seinni hálfleik með Distin inná. 2 vikur í næsta leik alltaf jafn ömurleg þessi landsleikjhlé
Það er unun að lesa þessar umsagnir hjá þér……. takk fyrir það:)
Ég hef lesið fréttir og umsagnir af Everton leikjum í yfir 30 ár og þessar hérna á everton.is eru með því allra besta sem ég hef séð. Ekki ýkjur og sérstaklega tekur maður eftir þessu þegar maður er að vinna… og missir af leikjunum (eins og gerðist í dag)
Ég verð ánægðari með hverjum leiknum yfir þessum snilldarmörkum sem að Jelavić skorar, hann er svo ógeðslega skotviss (og skallaviss) að það hálfa væri nóg. Hann virðist alltaf sétja boltann á réttan stað í netið… sannkallaður gimsteinn hann Jelavić.
Takk fyrir skrifin:)
ps. og Baines……“úff…eigum við að ræða það eitthvað?“
Takk fyrir það. 🙂
Við vorum rændir af dómara enn einu sinni. Reikna fastlega með að það gerist aftur þann 28. Þar fyrir utan voru okkar menn bara fáránlega óheppnir í dag og hefðu verðskuldað sigur.
Ég segi það sama með þessa pistla hjá þér Finnur, takk fyrir að leggja þessa vinnu í þetta. Frábært að fá svona úrdrátt eftir leikina. Það var einmitt sama upp á teningnum hjá mér, ég missti af leiknum en sá reyndar síðustu 30 mín í endursýningu. Núna eru þessir pistlar orðnir svo ómissandi að ég beið spenntur eftir að sjá skýrsluna um þennan leik til að lesa um það hvað gekk á í þessum leik.
Ég hugsa alltaf með svona vafa dóma að það jafnast út yfir tímabilið. T.d. leikinn eftir Newcastle leikinn á móti Swansea, þá skoruðum við ólöglegt mark þegar að Fellaini setti hendina í knöttinn.
Takk fyrir það. Það er gaman að vita að fólk kann að meta þetta og endilega sýnið það í verki með því að vera dugleg að kommenta og gefa +1 á kommentin /sem ykkur líka við) svo það sé ekki eins og maður sé að skrifa út í loftið. 🙂 Þetta er miklu skemmtilegra þegar við tökum öll þátt í þessu.
Þessi leikur varð líklega til þess að jafna dómaramistök fyrir Wigan. Það má segja að Swansea leikurinn hafi jafnað þetta pínulítið út fyrir okkur en við eigum samt ennþá mark inni hjá dómara. Tökum það út í Liverpool leiknum. 😀
Executioner’s Bong með greiningu á leiknum.
http://theexecutionersbong.wordpress.com/2012/10/07/tactical-deconstruction-baines-ensures-lateral-joust-ends-in-deadlock/
Alltaf áhugaverð lesning.
Langi útdrátturinn úr leiknum er kominn á netið:
http://www.evertonfc.com/evertontv/home/7821
Ég greinilega gleymdi einu atvikinu sem hefði getað verið víti á Wigan því mér sýndist varnarmaður verja skot frá Jelavic með hendinni innan teigs. Verst að það var ekki endursýnt svo það var erfitt að dæma um það.
takk fyrir síðast Everton stjórnarmenn og þeir sem voru í ölveri á laugadaginn,gaman að hitta svona marga everton menn saman komna.maður verður að fara oftar suður og kíkja á leiki og hitta ykkur sunnan menn því það er ekkert leiðinnlegt að fá sér einn kaldann eða tvo og horfa á einn leik.ÁFRAM EVERTON
takk fyrir þessar frábæru umsagnir það er gaman að lesa þær. Ég sá leikinn ekki en var að horfa á úrdráttinn og mér sýnist Everton menn hafa verið hálf sofandi í fyrri hálfleik. Heitinga hefur aldrei heillað mig og hann var lélegur í þessum leik. Fyrra markið hjá Wigan er bara flott og mér finnst það ekki rangstæða, léleg dekkun hjá Heitinga. Fellaini hvar ekki áberandi í úrdrættinum og hann ætlar greinilega bara að spila stóru leikina vel.
Mirallas var að klúðra alveg ótrúlega og Jelavic fannst mér pirraður. Baines var ferskur og eins Osman.
Nákvæmlega, Gunnþór. Þú verður að mæta oftar. 🙂
Gestur: Dekkunin hefði mátt vera betri en markið var klárlega rangstæða. Það voru ekki bara þulurinn og Moyes sem minntust á það heldur líka umfjöllunin um leikinn í bresku pressunni eftir á.
> Fellaini hvar ekki áberandi í úrdrættinum og hann
> ætlar greinilega bara að spila stóru leikina vel.
Ekki alveg sammála því. Fellaini var ekki bara frábær gegn United heldur líka í sigurleikjunum gegn bæði Aston Villa og Swansea. Sá fyrri var kannski stórleikur í þá gömlu góðu en hvorugur leikurinn er það í dag.
Fyrra mark Wigan var klárlega rangstaða og sammála með Heitinga hann var ekki að standa sig í þessum leik og eiginlega öfugt farið með Distin sem var frábær í seinni hálfleik, þ.e. þegar hann kom inná. Ég er líka ekki alveg að gúddera hann elsku Neville, finnst hann klúðra allt of mörgum sendingum. Baines var guðdómlegur og reyndar fannst mér Mirallas frábær en þó ekki nægilega góð skoti hans, hann fiskaði þó víti í lokinn fyrir okkur. Þegar maður skoðar highlights úr þessum leik þá er eiginlega óskiljanlegt að Everton hafi ekki unnið. Fjölmörg fín skot að marki og stangarskotið hjá Beines. En svona er þetta bara stundum og vinnum QPR takk fyrir.
Hvað eru menn að mæta margir á Ölver svona að jafnaði?
Já og auðvitað erum við félagarnir búnir að bóka ferð í Apríl á Goodison, eigum við að ræða það frekar?
> Já og auðvitað erum við félagarnir búnir að bóka ferð í Apríl
Heyrðu, ekkert svona! Smáatriði takk!!
Hvort er það QPR eða Fulham?
Elvar, Georg, Haraldur og Gunnþór. Fulham leikurinn takk fyrir. Förum með Easy Jet, flugið kostaði um 13.500 báðar leiðir á mann, gistum í Manchester hjá kunningja, kannski ein nótt í Liverpool en verður skoðað síðar. Farið út á fimmtudegi og komið til baka á sunnudagsmorgni.