Mynd: Everton FC.
Sannleikurinn um Hillsborough slysið kom í ljós á dögunum en ýmislegt í skýrslunni sem kom út er ekki falleg lesning. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða yfir 40 stuðningsmanna Liverpool með réttum viðbrögðum strax eftir slysið. Einnig voru yfirhylmingarnar sem fylgdu í kjölfarið, þar sem menn lugu til að reyna að bjarga eigin skinni, með öllu óásættanlegar og algjörlega ófyrirgefanlegar.
Þetta er mikilvæg skýrsla fyrir alla í Liverpool borg en bæði stuðningsmenn Liverpool og Everton sameinuðust í baráttu sinni fyrir því að réttlætið næði fram að ganga í þessu máli. Sú barátta hefur tekið 23 ár og sér loksins fyrir endann á henni. Vonandi verður þetta einnig til þess að miður geðslegir söngvar um Hillsborough slysið leggist af en þeir hafa heyrst á pöllunum þegar stuðningsmenn liða koma í heimsókn á Anfield og reyndar á Goodison Park líka. Sama á við annars staðar, sbr. söngva um Munchen slysið á pöllunum í Manchester. Þetta eru harmleikir sem snerta alla unnendur knattspyrnu og eiga ekki að vera bitbein milli stuðningsmanna.
Remember the 96.
Comments are closed.