Leifur S. Garðarson hafði samband og minnti á að Úrval-Útsýn er að skipuleggja ferð á Goodison Park til að sjá Everton taka á móti Tottenham þann 9. des 2012 (sem er sunnudagur). Flogið er út föstudaginn 7. des (snemma) og komið heim aftur á mánudeginum 10. des (um miðjan dag). Verð er 109.900 kr. og er innifalið í því flug til og frá Manchester, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 3 nætur á Jury’s Inn í Liverpool (með enskum morgunverði), miði á leikinn og íslensk fararstjórn (LSG).
Hér gefst frábært tækifæri að sjá okkar menn í toppleik sem væntanlega mæta landsliðsmanni okkar, Gylfa, sem allir þekkja. Ekki er verra að gist er á ágætis hóteli nálægt verslunarkjarna þannig að hægt er að redda jólaversluninni í leiðinni. Það er takmarkað sætaframboð en nánari upplýsingar má fá í 5854000 og á uu.is.
Hér er gott tækifæri til að sýna stuðning í verki svo að mögulega fleiri ferðir verði settar upp til að sjá stórveldið í Bítlaborginni. Þess má einnig geta að hljómsveitin Madness er með tónleika í Echo höllinni á föstudeginum, en höllin er nánast við hlið hótelsins þar sem gist verður (ath: miði á tónleikana ekki innifalinn í verðinu hér að ofan).
Comments are closed.