Varnarmaðurinn Bryan Oviedo virðist vera á leiðinni til Everton frá FC Köbenhavn, skv. vefsíðu Everton félagsins.
Bryan Oviedo er 22 ára vinstri bakvörður en getur einnig leikið vinstra megin á miðjunni þannig að líklega hugsar Moyes hann til að leysa Baines og kannski Pienaar af þegar á þarf að halda. Kaupverðið hefur ekki verið staðfest en slúðrið sagði í gær að það væri um 5M punda. Við sjáum hvað félagið segir þegar hann verður formlega kynntur. Oviedo var fastamaður í liði FC Köbenhavn og hefur unnið tvo danska titla og (á meðan hann var á láni hjá FC Norður-Sjálandi) einn danskan bikar. Hann hefur jafnframt leikið 13 leiki með landsliði Costa Rica.
Velkominn Bryan Oviedo!
Læknisskoðun í dag og samið um kaup og kjör, þetta er 80% komið.
Hér er skemmtilegt vídeó af Oviedo þar sem lið hans, FC Köbenhavn, lenti 0-2 undir á heimavelli en náðu að snúa leiknum við — að miklu leyti fyrir tilstuðlan Oviedo. Tvisvar í leiknum stelur hann boltanum af andstæðingnum og nær að leggja upp mark fyrir samherja. Og einu sinni skorar hann flott mark úr þröngu og erfiðu færi:
http://www.youtube.com/watch?v=cWJbs2NnZGM&t=3m23s
(Oviedo er í hvítri treyju númer 19 í þessu vídeói)
Það er kannski ekki furða að Alex Ferguson var að skoða hann sem backup fyrir Evruna. 🙂
Flott, hann virðist vera bara 150cm, minnig mig bara á Badda, hehe. Ég er samt ekki að segja að það sé vesen á honum utan vallar er bara að tala um hæðina, tíhí. Hvað er í gangi með Badda er hann ekki með tölvu eða síma?, hef ekki séð hann á spjallinu hér eða fésinu..
Hahahaha!! Góður! 🙂
Ég var einmitt að spá í það sama — ég þarf að reka á eftir Badda að taka þátt. Það gengur ekki að sitja bara heima og segja ekki neitt.
Executioner’s Bong með smá greiningu á Oviedo:
http://theexecutionersbong.wordpress.com/2012/08/31/ebs-deadline-day-blog-bryan-oviedo-analysis/
Hann er með meira hár en Baddi
NSNO segir að Sky Sports hafi tilkynnt að Everton sé búið að ná samkomulagi um verð á Matthew Kennedy. Lítur út fyrir að Elvar hafi haft rétt fyrir sér eftir allt saman. Finn samt ekki fréttina á Sky Sports…
Steve Round segir í viðtali á Everton síðunni að Moyes sé í London að reyna að fá atvinnuleyfi fyrir Oviedo, að verið sé að leita að manni sem styrkir miðjuna og að hann búist ekki við að neinn sé á leiðinni frá félaginu. Þetta lítur bara ágætlega út! 🙂
Charlie Adam loksins seldur.
http://www.mbl.is/sport/enski/2012/08/31/stoke_kaupir_charlie_adam_fra_liverpool/
Ágætt að losna við hann því nú geta fjölmiðlarnir hætt að bendla hann við okkur. #werenotinterested.
Eða eins og Fourth Official sagði á Twitter: „Them Stoke fans look depressed as hell as the prospect of Charlie Adam signing“.
Ætli það sé svipað upp á teningnum hjá West Ham?
http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/527158_10151033305246452_384766767_n.jpg 🙂
Moyes hætti við að kaupa miðjumann og ákvað að klóna einn í staðinn… 🙂
http://twitter.com/FourthOfficial_/status/241237643906662400/photo/1/large
Grand Old Team segir að félagaskiptin á Oviedo séu gengin í gegn.http://www.grandoldteam.com/news/transfer-news/2012/aug/31/blues-sign-oviedo
Nei, það reyndist ekki rétt. Everton segir að hann þurfi ennþá að fara í gegnum læknisskoðun.
Fourth Official jafnframt sagði á Twitter að FC Köbenhavn hefði gefið það út að söluverðið hefði verið 1.2M punda.
2.30pm: Everton are understood to have completed the signing of Bryan Oviedo from FC Copenhagen after the Costa Rican winger was granted a work permit.
2:32pm: Update on Bryan Oviedo – en route to his medical. We will keep everybody posted and update as soon as the transfer is completed. – Everton via twitter on Aug 31, 2012.
🙂
Steven N’Zonzi verður keyptur einnig tel ég (en bara hunch). Oviedo frágengið og Kennedy langt komið.
Það virðist enginn feila í læknisskoðun hjá Everton, hehe.
Sjúkralistinn er tómur líka… Segir kannski ákveðna sögu. 🙂
Oviedo verður líklega mest sem backup fyrir Baines og fær eitthvað að prufa á vinstri kanti.
Kennedy er bara 17 ára og því gerir maður alls ekki ráð fyrir honum í aðalliðinu.
N’zonzie (ef við fáum hann) fengi mest að spila af þessum þremur tel ég.
Spennó.
Óstaðfest er að Everton hafi boðið aftur í Essien, áhugavert.
over the moon !
http://www1.skysports.com/football/news/11095/8037758?
Magnað það og sögusagnir segja að Moyse hafi fengið hann á 1.2 milljónir punda þrátt fyrir 5 mill verðmiða, ef satt reynist gætu þetta reynst frábær kaup.
Að sögn buðu Everton 250 þúsund í Kennedy en buðu aftur sem var samþykkt (skv. miðlum), ég myndi áætla að Moyse greiði ekki yfir 500 þúsund fyrir 17 ára skota ræfil (hehe).
Fréttir verða að berast til miðnættis.
Bryan Oviedo mættur í medical (mynd sem klúbburinn birti):
http://twitter.com/Everton/status/241569755381788673/photo/1
Einnig er Everton að reyna að næla sér í miðjumann, eins og Steve Round kom inn á.
Af Sky Sports: „Chelsea boss Roberto Di Matteo has confirmed tonight Michael Essien was left out of the 18-man squad for the Super Cup because of a possible loan move.“
Oviedo búinn að skrifa undir.
http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/08/31/everton-sign-bryan-oviedo
Glæsilegt! 🙂
Phil Neville tísti í tilefni þess að Oviedo skrifaði undir:
„Welcome Brian Oviedo-watched him play last week looks top draw to me and he as the 2nd best stepover In the club!!!“
Glöggir menn vita náttúrulega að hér á hann við Tony Hibbert.
Di Mattheo sagði við sky að Essien gæti farið að láni í vetur, þar eru Everton og Arsenal taldir líklegastir, gæti þetta verið?
Svo er talað um að Everton sé að bjóða 6 millur í ungan markmann frá Birmingham, Jack Butland, hmmm, ok.
Einnig er Joe Cole nefndur (en bara nefndur), tjái mig ekki meira um það
Það logar allt á Twitter núna að Everton klúbburinn sé búinn að kaupa ungliðann Matthew Kennedy en ég finn ekkert um það. Heldur ekkert um það að Everton sé að kaupa markvörð frá Birmingham. Ég sé ekki Mucha sé að fara taka við af Howard á næstunni þannig að ég gæti trúað því en miðað við upphæðirnar sem nefndar hafa verið finnst mér fréttin ólíkleg til að vera sönn.
By the way: Oviedo skrifaði undir 4ra ára samning.
Elvar: Never say never. Og þá á ég ekki við Joe Cole!
Sky Sports segir að Liverpool muni ekki kaupa fleiri leikmenn í þessum glugga. Aston Villa buðu í Dempsey 5M (og 2M að auki að ákv. skilyrðum uppfylltum). Liverpool tímdi ekki nema 4M, þrátt fyrir að sárvanta markaskorara. Sýnist sem Liverpool sé að verða nískari en Everton með árunum. 🙂 Fróðlegur vetur fram undan…
þetta er magnað strákar HVAR ER BADDI?????????
Essien fer líklega til Real Madrid
Clint Dempsey fer líklega til Tottenham, ótrúlegt.
Nákvæmlega. 🙂
Andy Lewis, sem ku vera á mála hjá félaginu, segist hafa séð Matthew Kennedy skrifa undir samning.
http://twitter.com/efc_andylewis
Looks legit… held ég. 🙂
One for the future, anyway…
Hef aldrei séð Ovideo, treysti Moyes eins og alltaf….. Spennadi ef aðEssien kemur til okkar… en er ekki Gibson að brillera í „essienstöðunni“?
STAÐFEST: Kennedy skrifaði undir 3. ára samning.
http://twitter.com/Everton
Matthew Kennedy búinn að skrifa undir hjá Everton, þriggja ára samning, allt að gerast,,,NÆSTI
Þetta var staðfest á SKY með Kennedy
Verðið á Kennedy er talið vera 200 þús pund, svo maður er alveg rólegur með væntingarnar
Oviedo kostaði 2.5 m punda skv. SKY
Treysti engu þegar kemur að fréttamiðlunum að tilgreina verð. 🙂
En Kennedy er kominn á forsíðuna:
http://everton.is
🙂