Mirallas skrifar undir!

Everton staðfesti í dag að Mirallas hefði staðist læknisskoðun og væri búinn að skrifa undir!

Sóknarmaðurinn Mirallas er, eins og komið hefur fram, 24ra ára belgískur landsliðsmaður sem er mjög fjölhæfur en hann getur einnig leikið fyrir aftan sóknarmanninn eða á vængnum. Þetta er mjög tekknískur leikmaður sem er óhræddur við að reyna að brjóta sér leið með boltann gegnum varnir andstæðinga með því að leika á þá.

Kaupverð var ekki gefið upp en er talið vera um 5.3m punda. Mirallas samdi til 4ra ára. Mirallas fær skyrtu nr. 11 og er löglegur eftir leikinn við Man United á morgun.

Það verður gaman að berja hann augum í Everton treyjunni. Velkominn, Mirallas.

Comments are closed.