Mynd: Everton FC.
Enn berast engar fréttir af því hvort búið sé að semja við Kevin Mirallas en Executioner’s Bong tók sig til í dag og gerði honum ágæt skil tölfræðilega. Athyglisverður fótboltamaður þar á ferð.
Það var annars mikið að gera hjá landsliðsmönnum Everton. Baines og Jagielka léku til dæmis báðir gegn Ítölum á dögunum í vináttuleik sem England vann 2-1 og skoraði Jagielka glæsilegt mark, jöfnunarmark Englendinga, með skalla. Þetta ku vera fyrsta mark Jagielka með landsliðinu en miðvörðurinn knái skoraði tvö fyrir Everton á síðasta tímabili.
Að auki stóð Howard stanganna á milli í sigurleik Bandaríkjanna á Mexíkó, en þetta er fyrsti sigur þeirra á heimavelli Mexíkóa frá upphafi. Howard þótti standa sig vel í leiknum og varði til dæmis meistaralega tvö skot frá Javier Hernandez. Einnig léku Coleman (Írland) og Naismith (Skotland) báðir með sínum landsliðum en Naismith lék í 90 mínútur, sem ætti vonandi að þýða að hann sé orðinn góður af meiðslunum sem hrjáðu hann undir lokin hjá Rangers. Hann hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu, skoraði meðal annars þrennu á móti AEK, og sagðist vonast eftir að fá tækifæri í byrjunarliðinu gegn Man United á mánudaginn.
Í lokin má svo geta þess að Everton samdi við Paddy Power um að Paddy væri opinber stuðningsaðili Everton þegar kemur að veðmálum á netinu. Samningurinn er til tveggja ára en engar upphæðir voru nefndar í því sambandi.
Einnig uppfærði félagið stöðuna á miðasölukerfinu á netinu, sem StubHub mun sjá um að reka fyrir Everton, en það mun verða sett í loftið fyrir Newcastle leikinn, sem stendur til að leika þann 17. september, en þá geta Everton stuðningsmenn og konur keypt og selt miða á netinu sín á milli, án milliliða.
Svo mörg voru þau orð. Og nú getur maður farið aftur að bíða frekari frétta af leikmannaskiptum. 🙂
Orðið er annars laust í kommentakerfinu.
Það ætla ég að vona að við förum ekki í kaup á meðalskussum einsog Adam hinu megin við garðinn
Nákvæmlega. Hljómar svolítið eins og blaðamenn að reyna að skálda upp æsifrétt til að fá fólk til að lesa blaðið meira.
Já vonum það besta að þetta fari að skýrast held að allir Everton menn vilji fá Mirallas.
Jú Adam má koma,,,sko Johnson, hehe, hann væri frábær viðbót við liðið. Mirallas kæmi með ferska vinda í þetta lið og vona ég svo að fréttir fari að koma þess efnis að hann sé genginn til liðs við stórlið Everton.
Mirallas og Johnson og ég er mjög bjartsýnn og sáttur.
Mirallas er á um 5-6 milljónir og Johnson á láni svo klúbburinn ætti að standa vel eftir söluna á Rodwell. Veit ekki með að kaupa 17 ára gutta á 6-7 milljónir eins og talað er um að Niang kosti sem er nú á trial. En treysti svosem Moyse ágætlega með leikmannakaup.
Moyes virðist oft ná einhverju extra úr leikmönnum þannig að kannski gæti hann náð að bjarga Adams úr gröfinni.
Bossinn vill fá amk. tvo nýja leikmenn inn, segir hann:
http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/08/17/moyes-wants-at-least-two-new-faces
Athyglisverð grein
http://www.everton.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=290285
Hann virðist mjög hrifinn af peningum en einnig af landa sínum Fellaini.
Hvernig endar þetta?
> Hann virðist mjög hrifinn af peningum
Skv. túlkun þess sem skrifaði greinina, já.
Allt að gerast.
SJÓÐANDI HEIT FRÉTT FRÁ SKY SPORTS
http://www1.skysports.com/football/news/11095/7999720/Mirallas-set-for-Everton
Mirallas að fara í Medical hjá Everton um helgina.
Eigum við að ræða þetta eitthvað?
eg vaeri til i ad fa scott sinclair eda adam johnson, og mirallas
Lítur vel út, Elvar. Krossum fingur. Væri alveg til í að sjá þennan, við hlið okkar manna, vikulega í beinni. 🙂
http://mbl.is/sport/efstadeild/2012/08/17/mirallas_til_everton/
En ekkert nýtt hérna, fréttin var hér á undan, hehe
Vona bara að þetta klárist um helgina
Mirallas er mættur á Merseyside til samningaviðræðna við Everton skv sky sports, held hann sé magnaður leikmaður. Fréttir herma að Adam Johnson sé á leiðinni líka þar sem Sinclair er að snúa aftur til Man City, viðtal við Mancini ýtir undir þær fréttir. Mirallas og Johnson er flott viðbót. Hvernig spá menn fyrsta leik? Held að pre-season hafi pínu klúðrast þar sem hætt var við tvo leiki, en sjáum til.
http://www1.skysports.com/football/news/11661/8002369
Ekki margir leikmenn sem velja að spila frekar en að fá hærri launaseðil sem Arsenal er td að bjóða Mirallas. Verður teknískasti Leikmaður í Everton búningi. Drífa sig að skrifa undir samning.
Hann hlustaði greinilega á þig…
http://everton.is/?p=1882
🙂