Blackpool – Everton 2-0

Graeme Sharp að lýsa leiknum. 2000 miðar seldir til Everton stuðningsmanna (uppselt).

Byrjunarliðið: Mucha, Baines, Duffy, Heitinga, Neville. Pienaar, Fellaini, Gibson, Coleman á miðjunni. Naismith og Jelavic frammi. Sýnist menn vera í hefðbundnum stöðum en líklega á að prófa Naismith í holunni fyrir aftan Jelavic.

Varamenn:  Howard, Distin, Osman, Rodwell, Barkley, Anichebe, McAleny, Vellios, Garbutt, Bidwell og Browning.

Leikurinn er testimonial leikur fyrir Southern hjá Blackpool. Jagielka og Hibbert ekki í hópnum hjá okkur.

0 mín: Leikurinn hafinn. Everton tekur miðju.

0 mín: Naismith frískur, vann boltann vel á miðju og næstum kominn framhjá varnarmanni.

1 mín: Horn sem Everton á. Ekki náðist að nýta það.

2 mín: 1-0 fyrir Everton. Flott samspil upp vinstri kantinn, Pienaar sendir fyrir og Fellaini skallar í markið. Mark! En dómari dæmir markið af vegna rangstöðu. 🙁 Synd, sérstaklega þar sem markið var mjög flott! 🙂

5 mín búnar. Everton meira með boltann og hættulegri. Blackpool aðeins að komast meira inn í leikinn.

7 mín: Heitinga fær boltann í hendurnar inni í vítateig en sem betur fer var Fletcher hjá Blackpool búinn að brjóta af sér. Hefði annars verið víti.

8 mín: Blackpool aðeins að banka meira á dyrnar hjá vörninni.

9 mín: Ágætis samspil milli Jelavic og Naismith. Naismith nær sendingu upp hægri kantinn á Jelavic, fyrirgjöf frá Jelavic til baka en finnur ekki Naismith.

11 mín: Aukaspyrna frá Blackpool sem Everton skallar frá og Naismith nær boltanum og brunar upp völlinn. Skyndisókn en hún rennur út í sandinn.

12 mín: Ince með skot f. Blackpool utan teigs en langt framhjá. Engin hætta.

14 mín: Fast skot af löngu færi frá Blackpool á mark Everton. Erfitt skot sem breytir um stefnu í loftinu en Mucha ver.

15 mín: Keith Southern fer af velli (skipt út af). Greinilega fyrirfram ákveðið að hann fengi bara 15 mín í testimonial leiknum sínum.

17 mín: Sending langt fram, á Jelavic sem skallar til hægri á Naismith sem skýtir að marki en varið í horn. Ekkert varð úr horninu.

18 mín: Sending af hægri kanti frá Blackpool. Mucha varði.

19 mín: Horn sem Everton á. Ekkert kom úr því.

21 mín: Fyrirgjöf frá vinstri frá Blackpool. Heitinga nær að hreinsa.

26 mín: Duffy næstum því búinn að gefa færi með of stuttri sendingu á Mucha. Hurð skall nálægt hælum. Mucha hreinsar.

27 mín: Fyrirgjöf frá Neville frá hægri. Jelavic skallar yfir markið.

29 mín: Ince brunar upp hægra megin við markið og sendir fyrir. Hætta en Everton hreinsar í innkast. Ekkert kom úr því.

32 mín: Flott löng sending upp völlinn frá Gibson, beint á Jelavic, sem tekur hann niður ágætlega en nær ekki góðu skoti. Blackpool nær boltanum.

33 mín: Flott skot af löngu færi frá Blackpool. Hættulegt en vel varið hjá Mucha. Horn.

34 mín: Neville með boltann upp á Coleman hægra megin. Fyrirgjöf en skallinn frá Fellaini of laus. Blackpool með boltann.

34 mín: Fellaini með skot en blokkerað. Everton að reyna að finna glufur í vörn Blackpool núna.

35 mín: Ince búinn að vera líflegur f. Blackpool. Reyndi skot úr þröngu færi hægra megin. Skaut yfir.

37 mín: Varnarmaður Blackpool skallar aftan í hnakkann á Pienaar sem er kominn með ljótan skurð. Pienaar liggur eftir. :/ Varnarmaður Blackpool þarf að láta hefta saman skurðinn. Sýnist sem honum hafi verið skipt út. Pienaar að fá meðferð á hliðarlínunni. Leikur hefst aftur og svo kemur Pienaar aftur inn á.

40 mín: Baines plataði varnarmann, kemst inn í teig en Blackpool skallar út af í fyrirgjöfinni. Horn. Markvörður Blackpool kýldi boltann í innkast.

41 mín: Léleg hreinsun frá Mucha, beint á Blackpool mann. Þeir komust í færi vinstra megin en skutu framhjá.

42 mín: Osman og Howard að hita upp.

44 mín: Fellaini sendir upp vinstri kantinn þar sem Jelavic er mættur. Reynir að fara framhjá varnarmanni en vinnur horn. Lélegt horn hjá Baines. Hreinsað í innkast.

45 mín: Blackpool næstum því búnir að skora sjálfsmark þegar boltinn breytir um stefnu af varnarmanni. Markvörður ver og dómarinn flautar til loka fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikur að hefjast. Howard inn á fyrir Mucha. Anichebe inn á fyrir Jelavic. Osman inn á fyrir Pienaar. Leikurinn hafinn!

46 mín: Skot frá Blackpool utan af velli. Rétt framhjá vinstra megin en Howard rólegur. Virðist hafa þetta allan tímann.

48 mín: Naismith notar líkamann vel til að vinna skallaeinvígi og boltinn berst til Fellaini sem reynir skot af löngu færi en hátt yfir.

49 mín: Flott sending frá Gibson upp hægri kantinn á Coleman sem leikur á einn varnarmann og næstum tvo. Sending fyrir en Naismith skallar framhjá.

50 mín: Sprettur hjá Coleman á eftir varnarmanni sem þorir ekki annað en að hreinsa í innkast. Vel gert hjá Coleman.

51 mín: Blackpool í skotfæri rétt við teiginn utarlega en Fletcher skýtur langt framhjá og virðist togna að auki.

52 mín: Fjórar mandarínur að hita upp á hliðarlínunni.

52 mín: Þrjár fyrirgjafir í röð hjá Blackpool í sömu sókn, tvær frá vinstri (ein úr horni) og ein frá hægri en ekkert kom úr því.

55 mín: Fellaini kemur Anichebe í færi en er dæmdur hafa handleikið boltann á leiðinni. Aukaspyrna.

57 mín: Blackpool nær skoti af hægri úr vítateignum en Everton varnarmenn fastir fyrir og skotið slakt. Howard ver. Heitinga þarf aðhlynningu á hliðarlínunni.

59 mín: Heitinga kominn inn á aftur.

60 mín: Anichebe nær pressu á varnarmenn Blackpool og vinnur horn. Varnarmaður Blackpool skallar í innkast hinum megin.

63 mín: Horn frá Blackpool. Sóknarmaður Blackpool (Baptiste) nær að slíta sig lausan frá Fellaini og skalla í markið. 1-0 fyrir Blackpool. Rodwell inn á fyrir Naismith. Líklega tekur Fellaini þá stöðu ofar á vellinum í stað Naismith.

64 mín: Blackpool næstum búnir að skora aftur en fóru illa með færið.

65 mín: Horn hjá Everton. Duffy skallar langt framhjá. Markataflan sýnir enn að staðan sé 1-0 fyrir Everton, einhverra hluta vegna!! 🙂

67 mín: Fellaini nær boltanum, opnar fyrir skot hjá Osman vinstra megin en skotið ekki nógu gott.

67 mín: Hinum megin nær Ince skoti af löngu færi en Howard ver vel.

68 mín: Um það bil átta mandarínur að koma inn á fyrir Blackpool.

69 mín: Aukaspyrna frá vinstri frá Everton en markvörður nær að slá frá. Osman náði skoti stuttu síðar en hitti ekki. Rúmlega hálfu Blackpool liðinu skipt út af, átta að ég held.

71 mín: Vellios að koma inn á. Fellaini út af.

75 mín: Barkley inn á fyrir Gibson.

77 mín: Garbutt að koma inn á fyrir Baines. Blackpool einnig að skipta um mann.

79 mín: Garbutt og Barkley ná vel saman. Barkley með skot utan teigs en blokkerað.

79 mín: Skelfileg hreinsun frá Duffy á Howard. Blackpool í færi, einn á móti varnarmanni Everton á línu en skýtur framhjá. Hann á eftir að dreyma um þennan feil nokkuð lengi.

80 mín: Anichebe með skot en rétt yfir.

81 mín: Bidwell inn á fyrir Duffy sem hefur átt slakan dag og virkað ótraustur. Ekki líkt honum.

85 mín: Vellios gefur á Coleman á hægri. Coleman reynir sendingu fyrir en ekkert varð úr því. Skömmu síðar á Rodwell skalla en varið.

86 mín: Mark hjá Blackpool. Löng sending inn í teig beint á sóknarmann Blackpool sem hefur betur gegn Bidwell og skorar framhjá Howard. 2-0 Blackpool.

87 mín: Varnarmaður Blackpool reynir að hreinsa frá marki innan teigs en fær boltann í hendina í staðinn. Ekkert dæmt.

88 mín: Horn frá Blackpool. Enginn varnarmaður Everton að valda skallamanninn sem skallar hátt yfir. Hefði átt að gera betur þar.

89 mín: Frábært skot frá Anichebe utan af teig en í slána og yfir! Flott tilraun. Hefði átt skilið að skora þar.

90 mín: Dómari flautar til leiksloka.

Blackpool stóð sig vel og spilaði flottan bolta. Áttu í erfiðleikum með að komast í góð færi þangað til þeir skoruðu úr horni eftir klukkutíma leik og voru mest að prófa Mucha af löngu færi. Fín æfing fyrir okkar menn annars sem hefðu líka mátt láta reyna meira á markvörð Blackpool. Ýmislegt sem þarf að laga, en til þess er (vináttu)leikurinn gerður.

Takk fyrir samfylgdina.

Comments are closed.