Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Pienaar er kominn heim aftur! - Everton.is

Pienaar er kominn heim aftur!

Mynd: Everton FC.

Pienaar er aftur partur af Everton liðinu, en þetta var staðfest af klúbbnum í dag!

Það gleður mig mikið að hann sé kominn aftur eftir stutta dvöl hjá Tottenham, þar sem hæfileikar hans fengu ekki að njóta sín. Pienaar kom upphaflega til Everton frá Borussia Dortmund en Pienaar átti erfitt uppdráttar þar en Moyes sá hæfileikana sem pilturinn býr yfir og bauð honum að koma að láni sem leiddi svo til þess að Moyes nýtti sér kaupklausu í samningnum upp á 2M punda.

Pienaar lék með Everton næstu þrjú tímabilin þar á eftir og skoraði á því tímabili 7 mörk í 76 leikjum. Hans hlutverk var þó ekki fyrst og fremst að skora mörk heldur, ásamt Arteta, sá sem helst var ætlast til að láta sköpunargleðina ráða ríkjum og leggja upp mörk fyrir félagana. Hann var lykilmaður í liði Everton þangað til Everton þurfti að selja hann til Tottenham fyrir u.þ.b. 3M punda þar sem samningur Pienaars var að renna út og erfitt reyndist að fá hann til að skrifa undir nýjan.

Það sannaðist svo um munaði að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin því Pienaar fékk fá tækifæri með Tottenham. Hann hafði náttúrulega ekki gott samspil við vinstri bakverði á borð við Leighton Baines hjá Tottenham en þeir tveir náðu einstaklega vel saman hjá Everton. Margir urðu jafnframt pínulítið undrandi á að hann skyldi fara til Tottenham því þar hefði hann líklega þurft að ná að slá Gareth Bale úr liðinu til að fá að spila reglulega, en Bale er, eins og kunnugt er, þeirra Tony Hibbert sem ekki er auðvelt að líma við varamannabekkinn. Pienaar lék aðeins 10 leiki með Tottenham, flesta í Europa League ef ég man rétt, og í handfylli leikja kom hann inn á sem varamaður í ensku deildinni.

Hann sá að sér á endanum og kom að láni í janúarglugganum á síðasta tímabili (2011/12) og var búinn að skora fyrir Everton aðeins tveimur vikum síðar, í 2-0 sigri á Chelsea. Pienaar kom með ferskan blæ inn í liðið, ásamt Gibson, Donovan og Jelavic, sem hjálpaði til við að rétta gengi Everton liðsins, sem hafði dalað nokkuð við brottför Arteta og Pienaars fyrr á tímabilinu. Eitt af síðustu verkum Pienaars var að skora jöfnunarmark Everton á Old Trafford, í leik sem fór 4-4 og er því (af mörgum) talinn hafa gert að verkum að United sá á eftir enska meistaratitlinum til erkifjenda sinna, Manchester City. Það sást greinilega í FA bikarkeppninni (þar sem Pienaar gat ekki leikið) hvað hlutverk hans í Everton liðinu var stórt því leikur liðsins var aldrei sá sami þegar Pienaar var uppi í stúku.

Það reyndist Pienaar greinilega erfitt að kveðja Everton liðið í lok seinni lánssamnings eftir síðasta tímabil og fara aftur til Tottenham og öllum ljóst hvað væri hið rétta í stöðunni. Pienaar vildi fara til Everton, Moyes og stuðningsmenn Everton vildu fá hann. Stjóri Tottenham (AVB) sagði að hann væri falur fyrir rétt verð og stuðningsmenn Tottenham kvörtuðu ekki mikið, enda átti hann ekki upp á pallborðið hjá þeim eftir að hafa óskað Chelsea til hamingju með Evrópumeistaratitilinn, sem kostaði Tottenham sæti í Champions League.

Mikið var rætt um að fjármagna ætti kaupin með sölu á Yobo en það reyndust hugarórar blaðamanna því ekki er enn búið að tilkynna sölu á Yobo. Öllu meira gleðiefni er að Pienaar er loksins þar sem hann á heima, með Everton liðinu, við hlið Baines en þeir tveir eiga örugglega eftir að fara á kostum á næsta tímabili.

Nú leyfir maður sér að fyllast bjartsýni fyrir næsta tímabil. Ef ég ætti að biðja um eitthvað (því mikill vill alltaf meira) þá myndi ég segja að það væri frábært að fá Landon Donvan aftur á hægri kantinn. En ég hef þó ekki stórar áhyggjur, sérstaklega þar sem Coleman hefur verið mjög heitur á undirbúningstímabilinu og við eigum reyndar líka eftir að sjá hvort Naismith fái að spila á hægri kantinum og hvernig hann kemur út þar.

Að sögn skrifaði Pienaar undir 4ra ára samning sem er vel því það er mjög gott að sjá hann aftur. Velkominn heim aftur, Pienaar!

5 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Mikill léttir! Loksins getum við hætt að velta okkur upp úr þessu. Nú er bara að ljúka sölunni á Yobo og þá horfum við bara fram veginn!

  2. Gunnþór skrifar:

    snildar pistill,snild að fá Pienaar aftur (tindi sonurinn)ALGJÖR SNILLLLLLLLD ÁFRAM EVERTON.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Sammála með Coleman, hann hefur staðið sig best allra í fyrstu leikjum á þessu pre-season. Dauðlangar að fá Donovan fast en held hann muni aldrei koma fyrr en í fyrsta lagi í janúar og það líklegra að það verði á láni, en maður má nú vona. Menn virðast mjög hrifnir af Naismith en ég trúi því þegar ég sé hann skila á við Cahill. Nú má bara selja Yobo og ekki fleiri takk.

  4. Orri skrifar:

    Það er greinilega að verða bjart fam undan hjá okkur.Ég hef mikla trú á okkar mönnum á komndi vetri.

  5. Jón Viðar skrifar:

    Frábært. Nú þarf bara finna replacement fyrir Cahill og byrja leiktíðina í ágúst, ekki í janúar eins og undanfarin ár. Ef við gerum það endum við í topp 5.