Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Sitt lítið af hverju - Everton.is

Sitt lítið af hverju

Mynd: Everton FC.

Enn heldur maður áfram að athuga í sífellu fréttir af því hvort eitthvað sé að gerast í málum Yobo og Pienaar en hefur ekki erindi sem erfiði. Það er erfitt að bíða en lítið við því að gera. Þetta kemur með kalda vatninu.

Everton aðdáendur eru enn að bregðast við fréttunum um að búið sé að selja Cahill, enda ekki skrýtið þar sem maðurinn hefur verið órjúfanlegur hluti af liði Everton síðastliðin ár og mikil eftirsjá af honum. Klúbburinn setti á vefinn skemmtilegt myndasafn af Tim Cahill þar sem rifjuð voru upp mörg atvik af löngum ferli Cahill með Everton. Einnig rifjuðu þeir hjá Bluekipper upp ágæta grein sem þeir skrifuðu um hann fyrir tæpum tveimur árum síðan og á ennþá ágætlega við.

Þeir bentu jafnframt á að þar sem hætt var við þátttöku í Java Cup í Indónesíu gæti Moyes kosið að nota menn úr aðalliðinu í vináttuleikjunum gegn Hereford (í dag 28.) og Tranmere (þann 31.), en þeir leikir áttu upphaflega að vera fyrir varaliðið. Þess má geta að leikurinn við Tranmere er í úrslitum Liverpool Senior Cup.

U15 ára lið Everton komst alla leið í úrslit í Milk Cup á Norður-Írlandi og áttu þar með möguleika á að vinna þá keppni í fjórða skipti á fimm árum. Sean Lundon, þjálfari U15 ára liðsins, sagðist hafa vonað eftir að mæta Liverpool U15 í úrslitum, en þeir duttu út í undanúrslitum. Everton U15 komst annars með sannfærandi hætti í úrslitin, eftir meðal annars 6-0 sigur á Cruz Azul (sem Everton sigraði í úrslitunum í fyrra) og Watford í undanúrslitum 4-0. Í úrslitunum mættu þeir Brentford en þurfti að játa sig sigraða 2-0. Flott frammistaða samt sem áður hjá „strákunum okkar“.

Í öðrum fréttum er það helst að hinn nítján ára Conor McAleny, sóknarmaðurinn efnilegi, er sagður nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Everton. Hann hefur verið iðinn við að skora með yngri flokkum Everton og virðist við það að brjóta sér leið inn í aðalliðið og fékk t.d. eitt tækifæri á síðasta tímabili gegn Arsenal á útivelli og var næstum því búinn að skora með flottu skotu af löngu færi.

Að lokum má geta þess að mjög gaman er að sjá að stuðningsmenn taka nýju treyjunni frá Nike fagnandi en 73% aukning var í forsölu á nýju treyjunni og salan á heildina litið hefur aukist um 20% frá því í fyrra. Þeir sem enn hafa ekki tryggt sér eintak geta gert það á vefverslun Everton. Hvet alla stuðningsmenn til að sýna stuðninginn í verki.

2 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Uppfærsla: Moyes endaði á að leika með reynsluminna lið gegn Hereford, Mucha í markinu og restin ungstirni sem hafa verið að gera það gott með yngri flokkunum sem og ungliðar sem hafa verið að banka á dyrnar með að komast í aðalliðið, t.d. Barkley, McAleny og Francisco Junior.

    Mucha, Browning, Garbutt, Hammar, Bidwell, Junior, Barkley, Lundstram, Hope, Forrester, McAleny.

    Spurning hvað Moyes gerir með Liverpool Senior Cup…

  2. Finnur skrifar:

    Hereford hafði úr nær fullskipuðu liði að velja gegn mjög unglegu liði Everton og að sögn Hereford Times máttu þeir „þakka fyrir að komast frá leiknum án þess að fá á sig mark á móti líflegu sóknarspili Everton liðsins“.
    http://www.herefordtimes.com/sport/thebulls/league_two/reports/9843726.Full_time__Hereford_United_0_Everton_Xl_0/

    Leiknum lyktaði annars með markalausu jafntefli.