Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Steven Naismith semur til 4ra ára - Everton.is

Steven Naismith semur til 4ra ára

Mynd: Everton FC.

Skoski landsliðsmaðurinn Steven Naismith hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Everton. Steven er einn úr hópi þeirra sem mótmæltu því að flytja samning sinn yfir til nýja Rangers félagsins sem stofnað var úr rústum þess gamla og skv. reglum skoska knattspyrnusambandsins var hann þar með með lausan samning. Rangers hafa þó gefið út að þeir munu fara í mál við Steven, þrátt fyrir að fordæmi séu fyrir því að skoska knattspyrnusambandið hafi samþykkt slíkt samningsrof.

Steven er 25 ára gamall réttfættur sóknarmaður sem náði vel saman við Nikica Jelavic á meðan þeir spiluðu báðir í sókninni með Rangers en Steven getur einnig spilað á hvorum kantinum sem er sem og í holunni fyrir aftan sóknarmann. Eins og kunnugt er þá er fjölhæfni einmitt einn af þeim kostum sem Moyes horfir til þegar hann semur við leikmenn og Naismith fellur því vel að því plani.

Steven var vakti ungur athygli í skosku deildinni eftir að hafa skorað fyrst 13 mörk og síðan 15 mörk á sínum fyrstu tveimur tímabilum með Kilmarnock. Hann var svo keyptur af Rangers í ágúst 2007 og skoraði 28 mörk í 98 leikjum. Hann vann þrjá skoska meistaratitla með Rangers og varð þrisvar bikarmeistari (vann skoska bikarinn einu sinni og skoska deildarbikarinn tvisvar). Hann hefur jafnframt spilað 15 leiki með skoska landsliðinu.

Meiðsli settu þó strik í reikninginn á meðan hann var hjá Rangers en hann meiddist á hnéi (cruciate knee ligament) og var frá nokkuð lengi og meiddist svo með sama hætti á hinu hnéinu. Hann er þó talinn vera búinn að jafna sig á þeim meiðslum og vonandi kemur þetta ekki til með að há honum í framhaldinu.

Það verður spennandi að sjá hvort hann nær ekki vel saman með Jelavic á undirbúningstímabilinu og í deildinni í kjölfarið. Naismith mætir nýju vinnufélögunum í vikunni þegar æfingar hefjast að nýju fyrir næsta tímabil.

Í öðrum fréttum er það helst að Ross Barkley og Luke Garbutt léku með U19 ára landsliði Englands sem gerði 1-1 jafntefli við Króatíu í upphafsleik Evrópukeppni U19 ára landsliða.

Comments are closed.