Undirbúningstímabilið

Mynd: Everton FC.

Þá er leikjaplanið fyrir undirbúningstímabil Everton orðið nokkuð ljóst. Fyrst er góðgerðarleikur fyrir Jim Bentley hjá Morecambe, þann 14. júli, en Bentley ku vera gallharður Everton stuðningsmaður. Everton spilar svo tvo aðra leiki við bresk lið í júlí (Dundee 18. og Motherwell 21.) en heldur þá til Indonesíu til að taka þátt í fjögurra liða Java Cup, þar sem þeir mæta Jobo og félögum í Galatasaray þann 26. júlí. Ef Everton sigrar þann leik mæta þeir úrvali frá Indónesíu eða Malasíu (sem eigast við í hinum leiknum) í úrslitum skömmu síðar. Í ágúst er haldið heim á leið til að leika við Blackpool þann 5. ágúst, en Tony Hibbert fær svo góðgerðarleik við AEK á Goodison þremur dögum síðar (8. ágúst) í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í yfir 10 ár fyrir klúbbinn. Lokaleikurinn er á Spáni við Malaga þann 11. ágúst. Viku síðar (18. ágúst) er fyrsti leikur tímabilsins 2012/13 en þá tekur Everton á móti Man United á heimavelli. Sjá má yfirlit yfir leikjaplan Everton á bæði undirbúningstímabilinu sem og í ensku deildinni á leikjayfirliti Everton á Íslandi (staðfært yfir á íslenskan tíma þar sem tímasetningar eru ljósar).

Comments are closed.