James Wallace seldur

Mynd: Everton FC.

Miðjumaðurinn tvítugi, James Wallace, hefur verið seldur til Tranmere (í League One, eða þriðju deild) fyrir ótilgreinda upphæð. Wallace kom upp í gegnum Everton akademíuna en hefur ekki náð að festa sig í sessi með aðalliði Everton. Wallace spilaði aðeins einu sinni með aðalliði Everton (kom inn á sem varamaður gegn Olomouc í UEFA League) en hefur verið lánaður til ýmissa liða, eins og Stockport, Bury, Shrewsbury og Stevenage. Við óskum honum velfarnaðar með Tranmere í framtíðinni.

Comments are closed.