Hvar sem þú ert í heiminum; minni á skyldumætingu á morgun upp úr kl. 11 (að íslenskum tíma) að horfa á leikinn. Við ætlum nokkrir góðvinir að hittast á Ölveri og vonumst til að sjá sem flesta. Maður telur niður klukkutímana þangað til leikurinn hefst en tíminn líður einfaldlega allt of hægt. Ég er löngu orðinn uppiskroppa með lesefni; búinn að lesa allt sem ég fann og velta mér nægilega upp úr þessu. Löngu kominn tími á að laugardagur renni upp, bjartur og fagur. Nenni ekki að lesa meira um Dalglish og samsæriskenningar hans (sem er byrjaður að væla í dómurunum lööööngu fyrir leik):
Gólandi, gapandi,
glottandi, hrópandi,
Röflandi, rambandi,
rymjandi, snöktandi.
Smjaðrandi, snuðrandi,
spillandi, truflandi.
Versnandi, volandi,
væland’ og ymjandi.
Ég hef smávægilegar áhyggjur af Suarez á morgun. Ekki að hann skori; held að vörnin eigi að ráða við hann…
Þó dágóða stund í grasinu dveldi,
dálítið ýkt, samt mjólkað að kveldi.
“Dómari, rautt!?!
Og málið er dautt!”
Grasstráið dæmt sem Suarez hér felldi!
Get annars varla beðið eftir því að leikurinn hefjist…
Andy Carroll er mitt yndi,
auðveldlega afvopnað,
Flónið ekki markið finndi,
þó festur væri hann við það.
Hvernig er það… Það hljóta að vera einhverjir hagyrðingar í hópnum sem geta toppað þetta lítilfjörlega framtak mitt? 🙂
Comments are closed.