Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
QPR vs. Everton - Everton.is

QPR vs. Everton

Þá er hléið loks á enda og komið að því að mæta QPR á Loftus Road á morgun (lau) kl. 15:00 og rétt að launa þeim lambið gráa eftir upphafsleik tímabilsins sem við áttum að vinna með 2-3 mörkum. QPR hafa aldeilis dalað á seinni hluta tímabilsins en þeir hafa aðeins unnið 1 af síðustu 15 leikjum. Mark Hughes, nýi þjálfari þeirra, hefur jafnframt aðeins stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur af sínum 12 leikjum gegn Moyes (Moyes unnið 5 og gert 5 jafntefli). Við höfum ekki spilað á heimavelli QPR síðan tímabilið 1995/6 þegar við töpuðum 3-1 en tímabilið þar á undan unnum við þá 2-3 á sama velli.

Það var heldur leitt að leiknum við Liverpool skyldi vera frestað í síðustu viku þar sem við vorum á góðum spretti og maður hlakkaði til að takast á við þá, enda við taplausir í 7 leikjum í röð í öllum keppnum og búnir að leggja Manchester City og Chelsea að velli. Liverpool jafnframt búnir að vera arfaslakir í deildinni undanfarið og aðeins unnið 1 af síðustu 6 leikjum þar (frá áramótum). En, hvað um það.

Okkar leikmenn sluppu við meiðsli í landsleikjatörninni sem fram fór á dögunum en Baines, Heitinga, Pienaar, Fellaini, Howard, Jelavic og Vellios léku allir með sínum landsliðum og Duffy og Coleman voru á bekknum hjá Írum. Osman og Rodwell léku hluta leiks gegn Bolton með varaliðinu á dögunum (Osman skoraði þar að auki mark) og eru sagðir leikfærir, en það yrði kærkomin sjón þar sem Gibson meiddist gegn Blackpool og við því fáliðaðir á miðjunni. Sömuleiðis er Jelavic orðinn góður af sínum meiðslum en hann lék í 45 mínútur fyrir landslið Króatíu. Jagielka og Cahill eru enn meiddir og Anichebe að glíma við tognun en það stefnir loksins í að sjúkralistinn tæmist því Gibson er eini sem er búist við að verði frá í lengri tíma (einhverjar vikur). Hjá QPR er Samba Diakite og Cisse í banni, hægri bakvörðurinn Luke Young hefur verið meiddur en gæti verið klár í leikinn en annars eru nokkrir aðrir tæpir: Taiwo, DJ Campbell og mögulega Heiðar Helguson.

Í leik varaliðsins léku einnig Gueye (sem skoraði hitt mark Everton), McFadden, Joao Silva (sem var rekinn út af) og Francisco Junior — sem er kominn með leikheimild og er því formlega orðinn leikmaður Everton. Ross Barkley stóð sig fantavel með U19 ára liði Englands í 2-1 sigurleik gegn Tékkum og átti stóran þátt í báðum mörkum Englands (þar af stoðsendingu í öðru markinu) og var næstum búinn að skora sjálfur. Luke Garbutt og Jake Bidwell léku einni 45 mínútur hvor.

Líklegt byrjunarlið: Howard, Baines, Distin, Heitinga, Hibbert. Miðjan: Fellaini, Rodwell, Osman. Pienaar og Drenthe á köntunum og Straqualursi frammi (eftir að hafa skorað 3 mörk í síðustu 5 leikjum). Ef Rodwell/Osman verða ekki orðnir nógu góðir má færa rök fyrir því að Neville fari á miðjuna.

Búið er að finna nýja leikdaga fyrir frestuðu leikina gegn Arsenal og Liverpool en þeir lenda sitt hvoru megin við bikarleikinn við Sunderland (Liverpool þann 13nda þessa mánaðar, Sunderland var settur á þann 17nda og svo Arsenal þann 21sta). Þetta þýðir jafnframt að á tímabilinu 10. mars til 24. mars (2 vikur) leikum við 5 leiki í röð. Það verður því fjör í mars! 🙂

Að lokum má svo geta þess að Eric Dier, ungliðinn efnilegi sem hefur verið að spila með varaliðinu, er ekki lengur með fjölþætt eignarhald á samningi sínum, sem kemur í veg fyrir að hann geti spilað með aðalliðinu, því að Sporting seldi hlut sinn í samningi hans til Quality Football Ireland, sem er nú eini eigandinn og þar með þarf bara að eiga við einn aðila um söluna.

Comments are closed.