FA bikar 2012 – 6. umferð

Þá hefur verið dregið í 6. umferð FA bikarsins (átta liða úrslitum) og mætir Everton Sunderland á heimavelli. Moyes varð þar með að ósk sinni með að fá heimaleik því ég held það skipti ekki máli hver mótherjinn hefði verið, þeir eru allir erfiðir í 6. umferðinni (Moyes er auk þess með tak á Sunderland en hann er taplaus sem stjóri gegn Sunderland í 14. leikjum). Ekki er búið að gefa út nákvæma dagsetningu en leikið verður helgina 16.-20. mars. Chelsea er liðið sem kannski er heppnast með dráttinn, en þeir þurfa þó að sýna að þeir geti sigrað Birmingham, sem þeir áttu í mestu vandræðum með nýlega.

Drátturinn í heild sinni:

Liverpool mæta Stoke
Chelsea eða Birmingham mæta Leicester
Stevenage eða Tottenham mæta Bolton
Everton mæta Sunderland

Ef liðum er raðað eftir stöðu í deild (deild:sæti) lítur listinn svona út:

Tottenham (1:3) 

Chelsea (1:5)
Liverpool (1:7)
Sunderland (1:9)
Everton (1:10) 
Bolton (1:19)
Stoke City (1:13) 
Birmingham* (2:6)
Leicester (2:13)
Stevenage*  (3:6)

Stjörnumerkt lið hafa ekki klárað að leika sinn endurtekna leik í 5. umferð og eiga því ekki sæti víst í 6. umferð.

Comments are closed.