Samið við Francisco Junior

 Þær fréttir voru að berast að Everton hafi samið við ungliðann Francisco Junior (fullt nafn: Francisco Santos Da Silva Junior) en hann er 20 ára miðjumaður sem var með lausan samning. Moyes er sagður hafa lengi haft augastað á honum en Francisco er fæddur í Afríku (Guinea-Bissau) og gekk snemma í akademíuna hjá Benfica. Hann hefur spilað tvisvar með U21 árs liði Portúgal og er nýlaus undan samningi hjá Manchester City. Francisco samdi við Everton til fjögurra og hálfs árs og fær treyju númer 30.

Í öðrum fréttum er það helst að Donovan var valinn leikmaður janúarmánaðar en hann lagði upp 5 af 8 mörkum okkar í janúar (fyrir Heitinga gegn Tamworth, Anichebe gegn Aston Villa, Fellaini og Strac gegn Fulham (þar sem Donovan var valinn maður leiks) og Gibson gegn City). Síðasti leikur Donovan er bikarleikurinn á laugardaginn við Blackpool.

Comments are closed.