FA bikar 5. umferð – uppfærsla

Blackpool sigraði Sheffield Wednesday á útivelli 0-3 í fjórðu umferð FA bikarsins í gær og voru öll mörkin nokkuð glæsileg. Það verður því Blackpool sem mætir okkur á Goodison Park í 16. liða úrslitum (5. umferðinni) í FA bikarnum. Hægt er að sjá mörkin og færin í leiknum í gær hér. Blackpool er okkur að góðu kunnugt en við unnum þá heima 5-3 í Úrvalsdeildinni í fyrra og gerðum jafntefli úti.

Millwall vann jafnframt Southampton 2-3 í gær en Sunderland og Middlesborough mætast í kvöld til að slást um hver fær að mæta Arsenal. Drátturinn lítur því svona út (lið og staða innan deildar í sviga).

Norwich (1:9) mætir Leicester (2:13)
Stevenage (3:6) mætir Tottenham (1:3)
Crawley (4:1) mætir Stoke (1:12)
Chelsea (1:4) mætir Birmingham (2:3)
Everton (1:11) mætir Blackpool (2:5)
Millwall (2:21) mætir Bolton (1:18)
Sunderland (1:8) eða Middlesborough (2:6) mætir Arsenal (1:6)
Liverpool (1:7) mætir Brighton (2:10)

Comments are closed.