Það hefur verið í nógu að snúast í janúarglugganum þetta árið og aftur snýst þetta um félagaskipti milli Everton og Tottenham en nýjustu fregnir herma að Everton hafi fengið Pienaar aftur til sín, í þetta skipti að láni út tímabilið. Kannski er þetta eins konar kaupleigusamningur eða kannski bara tækifæri fyrir Pienaar að ná leikæfingu eftir meiðsli sem hafa háð honum hjá Tottenham. Hver veit. Skiptir ekki öllu, Pienaar verður með okkur næstu mánuðina og bjóðum við hann velkominn aftur.
Þar sem félagaskiptaglugganum hefur verið lokað er ekki líklegt að fleiri skipti verði tilkynnt og því má ganga að því vísu að Kostas Manolas sé ekki á leiðinni til okkar í bráð.
Skemmtilegur janúar-félagaskiptagluggi, annars, svo ekki sé meira sagt — annað en sá síðasti.
Comments are closed.