Everton staðfestir kaup á Jelavic frá Rangers

 Everton staðfesti rétt í þessu kaup á króatíska sóknarmanninum Nikica Jelavić frá Rangers. Jelavić er 26 ára gamall og skoraði 36 mörk í 55 leikjum með Rangers (á tveimur tímabilum) en hann lék þar áður með Rapid Vienna þar sem hann skoraði 40 mörk í 93 leikjum. Hann er þriðji leikmaðurinn sem semur við félagið í janúarglugganum, á eftir Landon Donovan (sem kom að láni) og Darron Gibson. Hægt er að sjá á Youtube nokkur falleg mörk sem Jelavić hefur skorað undanfarið. Við óskum honum góðs gengis með Everton og hlökkum til að sjá hann í framlínunni. Kaupverðið var ekki gefið upp en er talið vera í kringum 6M punda.

Athygli vekur að Everton staðfesti ekki í leiðinni kaupin á gríska varnarmanninnum Kostas Manolas, en vonandi er þess ekki langt að bíða.

Uppfærsla 31. 1: Það staðfestist endanlega hér með: Jelavic er leikmaður Everton en hann var kynntur áhorfendum á Goodison Park í hálfleik í 1-0 sigurleik gegn Man City nú rétt í þessu.

Comments are closed.