Samið um kaupverð á Kostas Manolas

(Uppfært 31.1 til að bæta við link á vídeó af Manolas og smá spjalli um Jelavic og svo fréttir að ekki hafi náðst að semja við Kostas Manolas) BBC fréttastöðin tilkynnti áðan að Everton hefði náð samkomulagi um kaup á gríska miðverðinum Kostas Manolas frá AEK Aþenu en Kostas hefur leikið með U21 árs liði Grikkja og verið kallaður í aðallið þeirra (en ekki fengið tækifæri þar ennþá). Kaupverðið hefur ekki verið staðfest en fréttir herma að það sé líklega á bilinu 500 þúsund pund til 1M punda.

Enn er beðið eftir staðfestingu klúbbsins en félagaskiptaglugginn lokar á morgun á eftir. Hægt er að sjá myndband af varnartilþrifum og nokkrum mörkum Kostas Manolas á Youtube.

Uppfærsla 31. jan: Sagt er að Kostas hafi hafnað samningnum sem í boði var. Einhver vill meina að hann muni koma til okkar ókeypis í sumar í staðinn, þar sem samningur hans er að renna út en mig grunar að hann sé út úr myndinni.

Einnig hefur verið rætt um að búið sé að samþykkja tilboð okkar í króatíska framherjann Nikica Jelavic, leikmanni Rangers í Skotlandi. Ég þori þó ekki að lýsa því yfir að hann sé á leiðinni fyrr en frekar staðfesting fæst en myndband af honum er einnig á Youtube.

Comments are closed.