Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Blackburn - Everton.is

Everton vs. Blackburn

Á morgun klukkan 15:00 mætum við Blackburn á heimavelli en þeir hafa verið að sýna ákveðin batamerki á leik sínum undanfarið. Blackburn hafa hægt og bítandi verið að vinna sig upp úr fallsætunum eftir jafntefli við Liverpool (á Anfield) og sigur á Man United (á Old Trafford) nýverið og svo sigur á Fulham á heimavelli í síðustu viku — í leik þar sem Yakubu var rekinn út af (sjá mynd).

Hann missir því af leiknum gegn okkur á morgun, sem er ágætt þar sem hann hefur verið duglegur að skora á sínu fyrsta tímabili með Blackburn. Því þykir líklegt að nýi láns-sóknarmaðurinn þeirra, Anthony Modeste frá Bordeaux, fái að spreyta sig í fyrsta skipti á morgun, þó ekki nema sem varamaður. Jafnframt þarf Steve Kean, þjálfari Blackburn, að ákveða hvað hann á að gera við Chris Samba, miðvörðinn sterka, sem lagði inn beiðni í vikunni um að verða seldur. Það ætti ekki að verða til þess að bæta vörnina hjá Blackburn sem hafa ekki haldið hreinu í neinum leik á tímabilinu (eftir að hafa spilað 21 deildarleiki, svo ekki sé minnst á aðra leiki).

Meiðslalistinn hjá okkur er svipaður og verið hefur (hálft byrjunarliðið á sjúkralistanum): Osman, Jagielka, Coleman, Rodwell, Barkley, Distin og Hibbert. Af þessum er Hibbert líklegastur til að spila en hann byrjaði að æfa aftur í vikunni. Að öllum líkindum verður Duffy áfram í vörninni, nýi miðjumaðurinn, Gibson, fær annan leik en Anichebe verður áfram á bekknum því Moyes vill passa að álagið á hann sé ekki of mikið eftir að hafa unnið sig upp úr erfiðum meiðslum.

Í öðrum fréttum er það helst að Leighton Baines var valinn leikmaður desembermánaðar fyrir Everton en á þeim tíma lék mjög vel gegn Stoke, Arsenal, Sunderland og Norwich og skoraði víti gegn Sunderland sem tryggði stig. Einnig skipti James Wallace um lánslið úr Stevenage yfir í Tranmere, en það er einmitt liðið sem Jose Baxter lék fyrir fyrr á tímabilinu.

Comments are closed.