Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Tottenham vs. Everton - Everton.is

Tottenham vs. Everton

Nú mætum við Tottenham á útivelli kl. 19:45 í kvöld. Þetta er leikur sem átti að vera upphafsleikurinn á tímabilinu en var frestað vegna óeirða. Tottenham byrjaði tímabilið ekkert sérstaklega vel en hafa náð góðu skriði undanfarið og sitja nú í þriðja sæti.

Tottenham hefur þó gengið illa í gegnum tíðina á móti Everton, aðeins 8 sigrar í 19 leikjum og Redknapp aðeins haft betur gegn Moyes þrisvar í 16 leikjum í efstu deild. Jafnframt höfum við unnið þrjá af síðustu 5 leikjum á White Hart Lane. Þetta Tottenham lið er þó mikið breytt frá fyrri tíma og verður erfiðara með hverju árinu að sigra þá en þeir hafa aðeins tapað 1 leik í deildinni á þessu tímabili, unnið 13 og gert 2 jafntefli. Þeir eru því á góðri siglingu í augnablikinu og hafa líklega ekki verið í betra formi síðan 1960/61 sem er síðasta skipti sem þeir unnu efstu deild. Með sigri geta þeir jafnað stigafjölda Man United sem er í 2. sæti. Tottenham eru með öfluga leikmenn út um allan völl, sterka sókn sem ná flestum skotum á mark andstæðinganna af öllum liðum í deildinni, geta sótt hratt en eru líka sterkir varnarlega (eina tapið þeirra á heimavelli var gegn Man City en þess utan hafa þeir aðeins fengið á sig 3 mörk á heimavelli).

Og eins og þetta sé ekki nóg þá er langur listi af lykilmönnum hjá okkur sem eru meiddir: Jagielka, Osman, Cahill, Hibbert, Rodwell, Barkley og líklega Coleman. Það er því ekki ólíklegt að Phil Neville fái aftur hægri bakvörðinn og þar með það hlutverk að gæta Gareth Bale (aftur). Ég treysti honum ágætlega fyrir því, enda pakkaði hann Bale saman í tveimur leikjum í röð á síðasta tímabili. Hjá Tottenham eru Ledley King, Sandro og Gallas fjarverandi og Scott Parker líklega einnig. Það lofar góðu að allir tapleikir Spurs á tímabilinu hafa komið þegar King er fjarverandi.

Vörnin verður því líklega Howard – Neville – Distin – Heitinga – Baines, nema Heitinga fylli í skarðið á miðjunni við hlið Fellaini (og þá væntanlega ungliðinn Duffy sem kemur inn í miðvörðinn). Ólíklegt þó. Þar sem Cahill er meiddur er óvíst hvernig framlínan verður spiluð, hvort Moyes skipti úr 4-5-1 yfir í 4-4-2. Finnst það líka ólíklegt. Ég skýt á að Drenthe verði á vinstri kanti og Donovan á þeim hægri í 4-5-1 uppstillingu. Síðast þegar við spiluðum við Tottenham virkaði vel að láta Coleman og Neville sjá um Bale en þar sem Coleman er meiddur fær Donovan líklega það hlutverk. Saha verður líklega frammi en maður veit aldrei — hann er búinn að vera slakur undanfarið og án þess að frammistaða neinna framherja okkar standi upp úr þá skoraði Anichebe um daginn, Vellios hefur skorað flest mörk framherjanna okkar (en virðist virka best sem "super-sub") og Straq hefur líka verið að fá tækifæri. Jafnframt hefur Jose Baxter verið að gera það gott í láni með Tranmere en fer víst ekki aftur þangað, hvort sem það þýðir að hann fái nokkrar mínútur í leiknum í kvöld eða hvort verið sé að finna sterkari deild fyrir hann til að spila í sem lánsmaður.

Í öðrum fréttum er það helst að James Wallace fór til Stevenage að láni í einn mánuð.

Ég á ekki von á sigri í dag en ef það næst verður Moyes aðeins fjórði þjálfarinn til að ná 150 sigrum í Úrvalsdeildinni. Hinir eru Alex Ferguson, Wenger og Redknapp. Martin Atkinson er dómari í dag, sami maður og lét Suarez plata sig og rak Rodwell út af gegn Liverpool.

Comments are closed.