Everton – Tottenham ferð í mars

Það er ekki úr vegi að minna á brátt gefst tækifæri á að horfa á Everton taka á móti Tottenham í mars. Verð á mann er 104.900 kr.- miðað við tvíbýli. Innifalið er flug, flugvallarskattar, gisting í 3 nætur á hóteli, morgunmatur (hlaðborð), akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og miði á leikinn. Leifur S. Garðarsson er fararstjóri en hann sagði að hér væri Úrval Útsýn að þreifa sig áfram með áhuga Everton-stuðningsmanna á svona pakkaferðum og líklega þurfi 20 sæti til að þetta gangi upp og ferðin verði að veruleika. Nánari upplýsingar:

Leikur:
Everton – Tottenham á Goodison Park.
Laugardaginn 10.mars kl. 15:00.

Flugáætlun:
09. mars Keflavík – Manchester 08:00 – 10:35
12. mars Manchester – Keflavík 12:25 – 15:00

Gisting:
Jury’s Inn Liverpool
Kings Waterfront 
Liverpool L3 4FN

Ef spurningar vakna er best að hringja í Sigga Gunn hjá Úrvali Útsýn, s: 585 4000.

Þetta er frábært tækifæri til að bera hetjurnar augum í hörkuleik ásamt skemmtilegum félagskap en síðasta ferð (til að sjá Everton – United í október) var stórskemmtileg upplifun (þau ykkar sem gerið Following á Everton á Íslandi á Google+ geta fengið að sjá myndirnar úr síðustu ferð).

Comments are closed.