Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Manchester United 0-1 - Everton.is

Everton – Manchester United 0-1

Umfjöllunin um þennan leik tafðist þar sem við vorum nokkrir félagar uppi í stúku í Liverpool borg að fylgjast með leiknum og skemmta okkur eftir á (set kannski eitthvað um þá ferð síðar).

En að leiknum… Moyes setti Heitinga inn á fyrir Distin — Bily og Coleman spiluðu á köntunum (Drenthe var í banni). Saha frammi en að öðru leyti mest megnis sömu menn og venjulega, þrátt fyrir að flestir hafi spilað 120 mín. bikarleik í miðri viku gegn Chelsea. Howard aftur í markið, að sjálfsögðu, enda Mucha ekki sýnt það í síðasta leik (deildarbikarinn) að hann ætti skilið fá annað tækifæri til að festa Howard á bekknum. Cahill og Neville misstu af leiknum sökum meiðsla. Ferguson hélt tryggð við Evans (okkur til mikillar ánægju) en tók Ferdinand út. Rooney lék allan leikinn og var kröftulega púað á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann.

Leikurinn byrjaði fjörlega þegar Coleman brunaði upp kantinn og kom sér í ágætis færi á fyrstu sekúndum leiksins en de Gea varði. Ágætt að byrja leikinn af krafti og auka með því álagið á United, sem voru stressaðir eftir 6-1 rassskellingu frá stóra bróður, Man City, um síðustu helgi.

United átti svo ágætan kafla, til dæmis skot Park beint á Howard en á 19. mínútu dró til tíðinda þegar Hernandez fékk fyrirgjöf frá Evra af vinstri kanti og setti boltann í netið. Við hikstuðum aðeins eftir það og leit út fyrir að United ætlaði að taka völdin en eftir að hafa jafnað okkur á þessu marki var eins og United pakkaði í vörn og komust varla fram yfir miðju. Í seinni hálfleik vorum við farnir að dóminera leikinn svolítið en vantaði (eins og svo oft áður) herslumuninn að setja boltann inn.

Til dæmis átti Osman skot innan teigs sem de Gea varði. Rodwell vann síðan boltann, en skaut föstu skoti rétt fram hjá. Fellaini var síðan hindraður rétt utan teigs, en frábær aukaspyrna Baines á 40. mínútu fór í neðanverða slána og niður — spurning um cm eða tvo og boltinn hefði legið í netinu.

Saha átti svo skot utan teigs, en varið. Hann átti svo annað nokkru síðar eftir fallegt afturábak „flikk“ frá Coleman en það var líka varið. Coleman vann síðan boltann, sendi á Rodwell sem skaut föstu skoti að marki, en De Geaa ver.

United komst svo í sókn í seinni hálfleik en Welleck átti skot úr þröngu færi en Howard varði.

Einhverju síðar var svo panic ástand í teignum hjá Manchester, þar sem ýmsir Everton menn áttu skot að marki í sömu sókninni en annaðhvort varið eða boltinn í varnarmann. Það færi endaði svo með því að Rodwell skaut yfir markið.

Undir lok leiksins var Gueye svo felldur inni í teig þar sem Evra keyrir inn í hliðina á honum en ekkert dæmt og stuttu síðar gerðist óvenjulegt atvik þegar línuvörðurinn rann til og tognaði í baki. Eftir að læknir United hafði hlúð að honum þá var línuverðinum skipt út af.

Leikurinn endaði þó 0-1 sem er fyrsti sigur United á Goodison Park síðastliðin fjögur tímabil en ekki laust við að manni fyndist við eiga allavega eitt stig skilið (eins og David Moyes sagði líka).

Það er aldrei leiðinlegt að sigra, að sjálfsögðu, og hefði verið ennþá meira gaman að fá að upplifa það með eigin augum. En það hafðist ekki þennan daginn. Aðalatriðið er þó að liðið er að spila vel og skapa sér fullt af færum. United fengu til dæmis á sig 18 skot í leiknum, lágu í vörn eftir markið sitt og sköpuðu voða lítið. Kannski skiljanlegt að þeim var mikið í mun að tapa ekki tveimur leikjum í röð en samt alltaf athyglisvert að sjá Englandsmeistarana pakka í vörn á móti okkur. Það var því enginn meistarabragur á þeirra spilamennsku í þessum leik frekar en í undanförnum leikjum.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Coleman 7, Baines 7, Heitinga 6, Jagielka 6, Hibbert 6, Bily 5, Rodwell 6, Fellaini 6, Osman 6, Saha 6. Varamenn: Barkley 4, Vellios 5, Gueye 5.

Bily fær lélega einkunn enda var hann arfaslakur í fyrri hálfleik. Það var ekki margt sem hann gerði rétt og var því réttilega skipt út af í hálfleik enda var hann ekki að grípa tækifærið sem hann fékk sökum þess að Drenthe var í banni. Barkley kom inn á fyrir Bily og stóð sig mun betur þrátt fyrir að einkunnagjöfin gefi annað til kynna.

Geðveiku október törninni alveg að ljúka. Erfiður leikur þó á móti Newcastle framundan. Vonandi höfum við erindi sem erfiði þar.

Comments are closed.