Á morgun (mið) kl. 19:00 tökum við á móti Chelsea á Goodison Park í 4. umferð deildarbikarsins. David Moyes sagði í dag að hann væri ólíklegur til að gera miklar breytingar á liðinu sem vann Fulham 1-3 á sunnudaginn. "Stigin í deildinni eru mikilvæg, en við leggjum áherslu á bikarkeppnirnar líka".
Moyes sagði að nokkrir væru að glíma við meiðsli en fór ekki nánar út í það nema að McFadden sé ekki í nægilega góðu formi ennþá og Anichebe verði ekki með. Líklegt má telja að Drenthe og Saha haldi sætum sínum og að öðru leyti verði liðið það sama og byrjaði gegn Fulham. Hjá Chelsea eru Cole, Drogba, og Bosingwa í banni og Meireles má ekki spila í bikarnum en Torres er kominn úr banni. Þar sem þeir spiluðu tveimur mönnum færri stóran hluta tapleiksins á móti QPR er ekki ólíklegt að fleirum (en þeim sem eru í banni) verði skipt út fyrir ferska menn.
Helmingur leikja fjórðu umferðar deildarbikarsins verður spilaður í dag kl. 18:45 og hinn helmingurinn á morgun (deildarnúmer neðrideildar liðs innan sviga):
Aldershot (4) vs Man Utd
Arsenal vs Bolton
Cardiff (2) vs Burnley (2)
Crystal Palace (2) vs Southampton (2)
Á morgun eigast svo við (fyrri tveir kl. 18:45, seinni tveir kl. 19):
Stoke vs Liverpool
Wolverhampton vs Man City
Blackburn vs Newcastle
Everton vs Chelsea
Nú þurfum við að endurtaka leikinn frá því í FA bikarnum á síðasta tímabili þegar við slógum Chelsea út (sjá mynd). Stórt skref í þá átt væri að halda hreinu, sem hefur gengið mjög brösulega undanfarið og í raun ekki gerst síðan við unnum Chelsea 1-0 á heimavelli undir lok síðasta tímabils.
Í öðrum fréttum er það helst að haft var eftir Moyes að samningaviðræður við Fellaini væru á lokastigi, sem eru gleðifréttir því hann hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu. Jafnframt framlengdi Jose Baxter (19 ára) lánið hjá Tranmere um einn mánuð en hann er búinn að skora tvisvar í 6 leikjum.
Comments are closed.