James McFadden skrifar undir

Þær fréttir voru að berast að skoski landsliðsmaðurinn, James McFadden (28 ára), væri búinn að skrifa undir samning við Everton. McFadden spilaði eins og kunnugt er 109 leiki með Everton á árunum 2003-2008 og skoraði 11 mörk en var svo seldur til Birmingham fyrir 5 milljónir punda (þar sem hann skoraði 13 mörk í 82 leikjum). Hann var síðan leystur undan samningi við Birmingham í sumar í kjölfar meiðsla (og falls Birmingham um deild). Samningur McFadden við Everton er til loka núverandi tímabils.

Comments are closed.