Everton tilkynnti í dag um kaup á ungliðanum George Green, sem er 15 ára sóknar-miðjumaður og kemur frá Bradford City. Everton gefur ekki upp kaupverðið en fréttamiðlar greindu frá því að það muni vera 350 þúsund punda til að byrja með en gæti, eftir frammistöðu hans, orðið allt að 2M punda. Jafnframt var þess getið að Green hefði verið eftirsóttur af Úrvalsdeildarfélögum enskum sem og Bayern Munchen þegar Everton lét slag standa. Það verður spennandi að sjá hvað verður úr honum þessum, því Moyes virðist hafa mjög gott auga fyrir öflugum leikmönnum á tombóluverði (sbr. Seamus Coleman).
Í öðrum fréttum er það helst að Everton þurfa nú að leiðrétta mistök dómarans í síðasta leik eftir kjánalegan leikaraskap Suarez og fá rauða spjaldið fellt niður. Er það ferli hafið sem og leitin að þeim sem köstuðu smápeningum og öðru lauslegu inn á völlinn. Búist er við að þetta hafi þó ekki verið af illgirni, heldur líklega í fjáröflunarskyni fyrir Kenny Dalglish sem á lítið fé eftir að hafa sóað 100M punda í lið sem hafði rétt í við Everton manni færri.
En að öðru. Skv. fréttum er verið að semja um að framlengja samning Barkley við félagið og læknar hafa jafnframt ráðlagt Cahill að sleppa landsleikjum Ástralíu til að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut í leiknum gegn City.
Comments are closed.