Aðalfundi frestað

Aðalfundinum, sem átti að vera fyrir Liverpool leikinn á laugardaginn, hefur verið frestað til næsta mánaðar sökum anna stjórnarmeðlima en við ætlum samt að hittast á Vellinum, Grensásvegi 5, klukkan 11:30 til að horfa á Everton taka hressilega í lurginn á Liverpool á Goodison Park. Við tókum 4 stig af þeim á síðasta tímabili og ætlum að reyna að gera enn betur í ár.

Við höfum tekið frá stóra salinn (með stóra tjaldinu) á Vellinum fyrir leikinn. Sýnum stuðninginn í verki og sjáumst hress á laugardaginn!

Comments are closed.