Everton vs. Aston Villa

Nýliðin helgi var landsleikjahelgi og því enginn leikur á dagskrá í Úrvalsdeildinni en margir Everton leikmenn uppteknir með sínum landsliðum, meðal annars Howard, Mucha, Jagielka, Baines, Heitinga, Duffy, (Yobo), Rodwell, Barkley, Bily, Fellaini, Anichebe og Cahill. Barkley spilaði sinn fyrsta leik með U21 árs liði Englands (aðeins 17 ára), þar sem Rodwell var fyrirliði og náði liðið að snúa stöðunni 0-1 gegn Ísrael í 4-1 (sjá vídeó). Tveir leikmenn komu hins vegar til baka meiddir eftir landsleikina — annars vegar Anichebe (meiddist á nára) í 2-0 sigri Nígeríu gegn Madagaskar í leik sem Yobo skoraði í. Sagt er að Anichebe geti verið frá í allt að 3 mánuði. Svo var líka tilkynnt um að Leighton Baines hafi meiðst á lærvöðva á æfingu með landsliði Englands. Síðar var sagt að þetta liti ekki út fyrir að vera alvarleg meiðsli hjá Baines en vonandi missir hann ekki af leiknum gegn Aston Villa.

Sá leikur hefst klukkan 14:00 á laugardeginum og verður örugglega fjörugur en síðustu 4 árin hafa leikir milli þessa liða endað í 3.6 mörkum per leik að meðaltali. Þetta er í 193. skiptið sem liðin mætast, en síðast skildu liðin jöfn 2-2 í apríl í fyrra á Goodison. Tölfræðin gegn þeim á heimavelli sýnir 48% : 27% : 25% (Sigrar : Jafntefli : Töp) en síðan við unnum þá 4-1 tímabilið 2005/6 þá hefur okkur þó ekki gengið sérstaklega vel gegn þeim eða 1:6:4 (S:J:T) heima og úti. Kominn tími til að breyta því.

Hjá okkur eru Gueye og Coleman meiddir, spurning með Baines eins og áður sagði. Hjá þeim hefur Darren Bent verið tæpur undanfarið en hann missti af síðustu tveimur landsliðsleikjum Englands og er enn ekki víst hvort hann verði með

Það verður spennandi að sjá hvort nýju leikmennirnir, Drenthe og Straqualursi, fái að taka þátt, en Drenthe var nýlega úthlutað treyju númer 10 og Straqualursi treyju númer 11. Cahill hefur verið iðinn við að skora gegn Aston Villa en hann hefur skorað 6 mörk í 11 leikjum gegn þeim (eitt sést hér að ofan). Hann er auk þess kominn á tíma með að setja inn mark en hann hefur ekki skorað mark á árinu (12 leiki í röð), hans lengsta tímabil án marks í 6 ár.

Af öðrum leikmannamálum er það að frétta að Yobo farinn aftur að láni til Fenerbache, rétt fyrir lok félagaskiptagluggans. Það er vonandi að þetta svikamál sem þeir eru flæktir í fari að leysast svo Fenerbache geti nú farið að kaupa leikmenn aftur.

Comments are closed.