Yakubu út, argentínskur sóknarmaður inn

Það staðfestist hér með! Við höfum hér með fengið Denis Stracqualursi (sjá vídeo og Wikipedia) að láni frá Tigres í eitt tímabil en hann er 23ja ára sóknarmaður frá Argentínu og skoraði 27 mörk í 84 leikjum í Suður-Ameríku. Jafnframt hefur sóknarmaðurinn Yakubu verið seldur til Blackburn og þökkum við honum vel unnin störf hjá klúbbnum. Ekkert hefur frést af Beckford ennþá, en líklega þýðir það einfaldlega það að samningar tókust ekki (eða viðræður voru einfaldlega ekki í gangi).

Í öðrum fréttum er það helst að Shane Duffy hefur verið lánaður út í einn mánuð til Scunthorpe.

Comments are closed.