Beckford hefur verið seldur til Leicester en skrifað var undir samninga í kvöld. Kaupverð getur náð allt að £4m en Beckford kom eins og kunnugt er til Everton fyrir ekki svo mikið sem eina krónu í fyrra. Það var gaman að fylgjast með honum þennan stutta tíma sem hann átti með Everton, sérstaklega sigurmarkið í lokaleik tímabilsins gegn Chelsea þegar hann tók boltann við eigin vítateig og fór einn upp völlinn framhjá hálfu liði Chelsea og skoraði. Óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.
Comments are closed.