Arteta seldur fyrir 10M punda

Arteta er genginn til liðs við Arsenal en hann var seldur rétt fyrir lok félagaskiptagluggans fyrir 10M punda. Það leit út fyrir að þetta myndi ekki ganga fyrir lokun félagaskiptagluggans en á síðustu stundu gekk þetta í gegn og var nú rétt í þessu staðfest af klúbbnum. Arteta kom til liðs við okkur árið 2005 fyrir 2M punda og hefur skorað 33 mörk í yfir 200 leikjum og skapað yfir 40 mörk. Hann hefur látið til sín taka á miðjunni og það er sjónarsviptir af honum en við þökkum honum fyrir vel unnin störf.

Comments are closed.