Everton – Sheffield United 3-1

Everton tók á móti Sheffield United í deildarbikarnum (Carling Cup) og um tíma leit út fyrir að þetta myndi enda í sama farvegi og gegn QPR þar sem Jagielka gerðist sekur um mistök (á 28. mínútu) sem gerðu það að verkum að Sheffield United skoraði í eina skoti sínu sem rataði á rammann allan fyrri hálfleikinn — algjörlega gegn gangi leiksins (allt svipað og gegn QPR).

Sem betur fer tók markaskorarinn (Richard Creswell) sig til og skoraði annað aðeins þremur mínútum síðar (í eigið mark í þetta skiptið) með því að breyta stefnu boltans eftir skot frá Rodwell — og jafnaði þar með leikinn, áhorfendum okkar til mikils léttis. Það leið svo ekki á löngu (37. mínútu) áður en Anichebe hafði sett inn mark eftir góðan leik hjá Osman og Barkley og Everton menn höfðu töglin og haldirnar eftir það. Barkely rauk svo upp völlinn nokkrum mínútum síðar, en féll utan við teig og Arteta var snöggur að hugsa og bætti við þriðja marki Everton með þrumuskoti á 42. mínútu. Ekki vantaði svo frekari færi til að bæta við enn fleiri mörkum, en þar við sat.

Everton er því komið áfram í 3. umferð deildarbikarsins en ekki er víst með mótherja því ekki hefur verið dregið enn. En það var ekki það eina jákvæða í leiknum því Barkley stóð sig afar vel í leiknum (aftur) og Fellaini og Arteta eru orðnir nógu góðir til að ná að spila heilan leik. 

Og í öðrum fréttum þá var Ross Barkley valinn í U21 árs lið Englands í fyrsta skipti. Hann fær því vonandi tækifæri á móti Azerbaijan og Ísrael í byrjun september. 

Engar einkunnir fylgja, því Sky gefur ekki einkunnir fyrir bikarleiki.

Comments are closed.