Hallam Hope í miklu stuði

Hallam ‘Rooney’ Hope, ungliði í sókninni hjá Everton, skoraði tvö í 3-0 sigri U17 ára landsliðs Englands gegn Serbíu. Sigurinn þýðir að England fer áfram í undanúrslit Evrópukeppni landsliða og hafa jafnframt tryggt sér réttinn til að spila á HM í næsta mánuði. Miðjumaðurinn John Lundstram lék allan leikinn og þótti standa sig vel.

 

Comments are closed.