Þær gleðifregnir voru að berast að U18 ára lið Everton hefði unnið riðilinn sinn, eftir að Liverpool (í öðru sæti) tókst ekki að vinna Wolves. Þar með skákaði Everton U18 unlingaliðum Liverpool, Manchester United og Manchester City og mætir því Aston Villa í undanúrslitum. Ef við sigrum þann leik, tekur við leikur í úrslitum við annaðhvort Sunderland eða Fulham um Englandsmeistaratitilinn! Sannarlega glæsilegur árangur hjá ungliðunum! Framtíðin er björt, eins og ég hef sagt áður. 🙂
Comments are closed.