Leighton Baines er besti bakvörður Evrópu

 

Fyrir mér er Leighton Baines ekki bara búinn að skora mark tímabilsins (úr aukaspyrnu í bikarnum gegn Chelsea) heldur er hann einnig maður tímabilsins að mínu mati. Hann er búinn að skora 5 mörk (3 í deild, 2 í bikar), á langflestar stoðsendingar (11 talsins) og er með hæstu meðaleinkunn allra leikmanna Everton á tímabilinu skv. Sky Sports.

Það kom mér þó svolítið á óvart þegar skoðuð er tölfræði hans samanborið við aðra varnarmenn víða um Evrópu. Þar kemur í ljós að hann ber höfuð og herðar yfir alla aðra þegar kemur að því að skapa liði sínu marktækifæri og jafnframt er hann duglegur að skora mörk sjálfur.

Eins og segir í greininni: Eini leikmaðurinn sem flokkaður er sem varnarmaður í toppdeildum Evrópu (Englandi, Spáni, Ítalíu og Þýskalandi) sem slær 27 stoðsendingum Baines við frá byrjun 2008/2009 tímabilsins er Dani Alves hjá Barcelona — en þó er varla hægt að kalla Alves varnarmann. Á þessum sama tíma hafa Ashley Cole og Patrice Evra ekki náð nema 11 stoðsendingum hvor — sem er það sem tekur Baines ekki einu sinni heilt tímabil að ná. Baines á vel skilið að vera fastamaður í landsliði Englendinga, miðað við hvernig hann er að spila.

Nánar um þetta afrek Baines (og meira af svona ótrúlegri tölfræði) má lesa á vefsíðu Everton FC

Comments are closed.