Þá er það leikur á útivelli við Úlfana á laugardaginn kl. 11:45. Með sigri erum við aðeins einu stigi frá Liverpool og 6. sætinu. Liverpool á erfiða leiki gegn Manchester City og Arsenal næst, svo það er um að gera að saxa á forskotið. Okkur hefur gengið sæmilega vel gegn Úlfunum gegnum tíðina, unnið tæplega helming leikja og 20% leikja hafa endað með jafntefli — en sama gildir um alla þrjá nýlega leiki við þá í Úrvalsdeildinni (1-1, 0-0, 1-1). Á mynd má sjá Tim Cahill gegn Úlfunum að reyna að stýra boltanum í markið með tungunni.
Úlfarnir hafa lagt sterk lið á heimavelli þetta tímabilið (Manchester United og City og líka Chelsea) en formtaflan (miðað við síðustu 6 leiki) er okkur hliðholl — við erum taplausir í 5 leikjum og í 3. sæti formtöflunnar, aðeins Manchester United og Chelsea ofar en Úlfarnir í ellefta sæti formtöflunnar. Úlfarinir töpuðu stórt gegn Newcastle á útivelli í síðasta leik, spurning hvort það hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á þá á heimavelli.
Hjá okkur eru Saha, Arteta, Fellaini og Baxter meiddir og spurning með Cahill, Coleman og Rodwell (væntanlega metnir á leikdag). Hjá Úlfunum vantar helsta markaskorarann Doyle (8 mörk) sem og Edwards og Zubar.
Af leikmannamálum var rætt um í vikunni að Fulham hefði áhuga á að kaupa Joseph Yobo og verðmiðinn sagður vera upp á £3M.
Af kaupum ber fyrst að nefna að Everton var orðað við Kolbein Sigþórsson sem sagður er metinn á allt að £5.5M. Tveir fréttamiðlar sögðu jafnframt að Everton ætli að kaupa Blaise Matuidi (23 ára miðjumann) frá St. Etienne f.þ £5M en hann er við það að komast í franska landsliðið. Diego Perotti var jafnframt orðaður við Everton, en verðmiðinn á honum hljómar ansi hár. Og að lokum að fá Ignasi Miguel (19 ára miðvörð) að láni frá Arsenal.
PS. Ekki gleyma að kjósa fyrir leik, sama hvaða skoðun þið hafið á málinu. 🙂
Comments are closed.