Leikmannamál

Þar sem hlé er á leikjum í úrvalsdeildinni hefur verið lítið að frétta og því kannski tímabært að bæta það upp með því að renna yfir leikmannamál snögglega, bæði lánssamninga sem og sögusagnir um hverjir séu á leiðinni til liðsins (fyrir þá sem hafa magann í svoleiðis umræður á krepputímum). 🙂

Fyrst, útlánin:

– Einn af ungliðum Everton, Hope Akpan, 19 ára miðjumaður, er líklega á leiðinni til Hull City að láni, skv. Sky Sports.

– Lánið hjá markverðinum Ian Turner var framlengt fram í miðjan mánuð.

Og svo sögusagnir um mögulegar fjárfestingar/lánssamningar (tek fram að þetta eru eingöngu sögusagnir og enn óljóst hvað Moyes hefur mikið af peningum að spila með þegar glugginn opnar):

– Þó nokkuð er búið að velta sér upp úr skiptum á Yakubu og Andy King í pressunni. King (sjá mynd) er 22ja ára landsliðsmaður með Wales sem leikur með Leicester og hefur skorað 37 mörk í 152 leikjum, þar af 13 á þessu tímabili, skv þessari frétt.

Nils Petersen, 22 ára hávaxinn sóknarmaður hjá FC Energie í Hollandi hefur einnig verið ræddur en hann hefur spilað tvisvar með U21 liði Þjóðverja. Hann er víst metinn á 3M.

Miralem Sulejmani, sóknarmaður Ajax. 22 ára serbneskur landsliðsmaður. Metinn á 9M. Hefur skorað 5 mörk í 15 leikjum fyrir Ajax.

– Sögusagnir um að Chris Eagles, 25 ára miðjumaður hjá Burnley, sé á leiðinni eru aftur komnar á kreik.

Jay Emmanuel-Thomas, hefur verið nefndur sem mögulegur lánsmaður en hann er 20 ára sóknarmaður hjá Arsenal.

– Fréttir á Spáni herma að Everton sé að skoða Jose Maria Callejon, sem er 24 ára sóknarmaður hjá Espanyol sem skoraði 21 mark í 40 leikjum fyrir B lið Real Madrid. Sagt var að Everton hefði verið að skoða hann fyrir lok janúargluggans einnig.

Jason Puncheon, 24 ára kantmaður hjá Southampton, sem nú er á láni hjá Blackpool. Hann skoraði 2 mörk í tveimur leikjum á dögunum.

Nicky Maynard, sóknarmaður hjá Bristol City á eitt season eftir af samningi sínum. Hann skoraði 21 mörk á síðasta tímabili og er nýbúinn að jafna sig á meiðslum en fór strax að skora aftur. Hins vegar virðist sem Bristol City hafi sett verðmiða á hann… litlar 10 milljónir (http://www.fansfc.com/Everton/story/30489/7.html).

Shane Long, 23 ára sóknarmaður hjá Reading.

Dale Stephens, 21 árs miðjumaður hjá Oldham.

Alan Hutton, skoskur hægri bakvörður og 26 ára landsliðsmaður hjá Tottenham er sagður vera óánægður með hvað hann fær að spila lítið… og þar með var hann tengdur við Everton.

Balazs Dzsudzsak, hjá PSV, segist vilja fara í úrvalsdeildina ensku. Hann er þó nýlega búinn að skrifa undir samning hjá PSV. Hann hefur skorað 5 sinnum í 33 landsleikjum og 41 sinni fyrir PSV í 105 leikjum.

Sebastian Larsson, sænskur landsliðsmiðjumaður hjá Birmingham. Hans samningur rennur út í sumar.

 

 

Comments are closed.