Þar sem hlé er á leikjum í úrvalsdeildinni hefur verið lítið að frétta og því kannski tímabært að bæta það upp með því að renna yfir leikmannamál snögglega, bæði lánssamninga sem og sögusagnir um hverjir séu á leiðinni til liðsins (fyrir þá sem hafa magann í svoleiðis umræður á krepputímum). 🙂
Fyrst, útlánin:
– Einn af ungliðum Everton, Hope Akpan, 19 ára miðjumaður, er líklega á leiðinni til Hull City að láni, skv. Sky Sports.
– Lánið hjá markverðinum Ian Turner var framlengt fram í miðjan mánuð.
Og svo sögusagnir um mögulegar fjárfestingar/lánssamningar (tek fram að þetta eru eingöngu sögusagnir og enn óljóst hvað Moyes hefur mikið af peningum að spila með þegar glugginn opnar):
– Þó nokkuð er búið að velta sér upp úr skiptum á Yakubu og Andy King í pressunni. King (sjá mynd) er 22ja ára landsliðsmaður með Wales sem leikur með Leicester og hefur skorað 37 mörk í 152 leikjum, þar af 13 á þessu tímabili, skv þessari frétt.
– Nils Petersen, 22 ára hávaxinn sóknarmaður hjá FC Energie í Hollandi hefur einnig verið ræddur en hann hefur spilað tvisvar með U21 liði Þjóðverja. Hann er víst metinn á 3M.
– Miralem Sulejmani, sóknarmaður Ajax. 22 ára serbneskur landsliðsmaður. Metinn á 9M. Hefur skorað 5 mörk í 15 leikjum fyrir Ajax.
– Sögusagnir um að Chris Eagles, 25 ára miðjumaður hjá Burnley, sé á leiðinni eru aftur komnar á kreik.
– Jay Emmanuel-Thomas, hefur verið nefndur sem mögulegur lánsmaður en hann er 20 ára sóknarmaður hjá Arsenal.
– Fréttir á Spáni herma að Everton sé að skoða Jose Maria Callejon, sem er 24 ára sóknarmaður hjá Espanyol sem skoraði 21 mark í 40 leikjum fyrir B lið Real Madrid. Sagt var að Everton hefði verið að skoða hann fyrir lok janúargluggans einnig.
– Jason Puncheon, 24 ára kantmaður hjá Southampton, sem nú er á láni hjá Blackpool. Hann skoraði 2 mörk í tveimur leikjum á dögunum.
– Nicky Maynard, sóknarmaður hjá Bristol City á eitt season eftir af samningi sínum. Hann skoraði 21 mörk á síðasta tímabili og er nýbúinn að jafna sig á meiðslum en fór strax að skora aftur. Hins vegar virðist sem Bristol City hafi sett verðmiða á hann… litlar 10 milljónir (http://www.fansfc.com/Everton/story/30489/7.html).
– Shane Long, 23 ára sóknarmaður hjá Reading.
– Dale Stephens, 21 árs miðjumaður hjá Oldham.
– Alan Hutton, skoskur hægri bakvörður og 26 ára landsliðsmaður hjá Tottenham er sagður vera óánægður með hvað hann fær að spila lítið… og þar með var hann tengdur við Everton.
– Balazs Dzsudzsak, hjá PSV, segist vilja fara í úrvalsdeildina ensku. Hann er þó nýlega búinn að skrifa undir samning hjá PSV. Hann hefur skorað 5 sinnum í 33 landsleikjum og 41 sinni fyrir PSV í 105 leikjum.
– Sebastian Larsson, sænskur landsliðsmiðjumaður hjá Birmingham. Hans samningur rennur út í sumar.
Comments are closed.