Meiðsli Arteta

Þá er ljóst hvert umfang meiðsla Arteta er: "grade 2 hamstring tear" segja þeir en þetta er víst yfirleitt flokkað í þrjú stig eftir alvarleika. Þeir mátu ekki hvað hann yrði lengi að jafna sig en menn segja stundum 4-6 vikur eftir svona meiðsli, sem þýðir að hann myndi missa af leikjum við Fulham og Aston Villa (miðað við neðri mörkin: 7. apríl) en líka Wolves og Blackburn ef miðað er við efri mörkin (21. apríl). 9 leikir eftir af tímabilinu — vonandi nær hann að klára eitthvað af leikjunum í lokin.

Comments are closed.