Everton – Birmingham 1-1

Þetta fer í bókina sem tvö stig töpuð. Birmingham skoraði gegn gangi leiksins á 17. mínútu en allan leikinn var einfaldlega klassamunur á liðunum tveimur og við áttum að eiga þennan leik algjörlega. Það bætti svo gráu ofan á svart að Arteta fór meiddur af velli eftir 7 mínútur, loksins þegar hann virtist vera búinn að finna sig á tímabilinu. 

Tölfræðin segir allt sem segja þarf um þennan leik: Við með boltann 60%, áttum 17 skot að marki (gegn fimm hjá Birmingham) þar af 11 sem hittu á markið og 9 hornspyrnur gegn einni frá þeim. En einhvern veginn bara tókst ekki að setja inn boltann. Svo hélt skrípaleikurinn áfram með vítin (þ.e.a.s. skort á þeim).  Við áttum að fá eitt ef ekki tvö víti í leiknum, í seinna skiptið þegar varnarmaður Birmingham einfaldlega hoppar á og faðmar Saha sem er í færi og tekur hann niður. Þetta er farið að verða kjánalegt; ég veit ekki hvað þarf að gerast til að við fáum víti á tímabilinu — nóg hefur verið af tilefnunum…

En það vantaði ekki bara vítin hjá dómaranum því fyndnasta atvik leiksins átti sér stað í fyrri hálfleik þegar dómarinn gaf leikmanni Birmingham glæra spjaldið. 🙂

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Heitinga 8, Jagielka 7, Hibbert 6, Distin 7, Baines 7, Osman 8, Arteta 5 (meiddist á 17. mín), Rodwell 7, Saha 6, Beckford 7. Varamenn: Coleman 7, Bily 5, Anichebe 5. Hjá Birmingham voru 7 sjöur og 3 fimmur og Johnson með 8.

 

Comments are closed.