Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Birmingham - Everton.is

Everton vs. Birmingham

Það er leikur við Birmingham á heimavelli kl. 20:00 á morgun (miðv.). Í hinum deildarleiknum við þá á tímabilinu stöðvuðum við sigurgöngu þeirra á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn engu (sjá mynd). Þeir vilja örugglega hefna þess og mæta grimmir til leiks, sérstaklega í ljósi þess að þeir töpuðu fyrir West Brom 3-1 strax eftir að hafa unnið deildarbikarinn og færðust við það í fallsæti.

Við aftur á móti erum að vonast eftir þriðja sigrinum í deildinni í röð, eftir að hafa lagt Newcastle úti og Sunderland heima. Okkur hefur gengið ágætlega á móti Birmingham í úrvalsdeildinni á undanförnum tímabilum: Unnið 5, gert 7 jafntefli og aðeins einu sinni tapað (á útivelli tímabilið 03/’04) ef frá er skilinn FA bikarleikurinn um árið. Samtals gegn þeim: 61-35-26 (Everton í vil). Við getum með sigri náð 8. sæti og þá eru bara 3 stig í 6. sætið en til merkis um það hvað deildin er skrýtin þetta tímabilið þá eru aðeins 6 stig í fallsætið.

Neville er líklega meiddur og Anichebe mögulega líka. Cahill og Fellaini eru eftir sem áður fjarverandi. Þrír meiddir hjá þeim og sex tæpir.

Í öðrum fréttum er það helst að Distan mun líklega verið boðinn nýr samningur í lok tímabils. Hann verður brátt 34 ára og með lausan samning ári eftir að þessu tímabili lýkur. Hann er búinn að vera mjög traustur í ár og ekkert meiðst og hefur séð til þess að við söknuðum Lescott lítið sem ekkert.

Félagi hans í vörninni, Jagielka, var líka í fréttum en hann sagðist (eftir að skora sigurmarkið gegn Newcastle) enn vera í mínus einum í markatölu (eftir tvö sjálfsmörk á tímabilinu). Nægur tími til að bæta upp fyrir það. 🙂

Koma svo. Klára tímabilið með stæl með Arteta í fararbroddi!

Comments are closed.