New – Eve

Í dag liggur leiðin til Newcastle og hafa heimamenn verið að spila ágætan bolta með okkar mann Joey Barton í fararbroddi en ekki er ennþá víst hvort hann nái leiknum í dag vegna meiðsla. Barton hefur verið að leika mjög vel allt tímabilið og er að eigin sögn einn sá besti enski miðjumaðurinn í dag.

Everton hefur ekki unnið Newcastle úti síðan árið 2000 og er á brattan að sækja fyrir okkar menn sem eru án Fellaini (meiddur út tímabilið) og Cahill. Útileikjatölfræðin er ekki góð og höfum við aðeins unnið 2 leiki á útivelli allt tímabilið og ekki haldið hreinu í 5 mánuði. Kevin Nolan hefur einnig reynst drjúgur í síðustu leikjum og hugsanlegt er að Stephen Ireland spili sinn fyrsta leik fyrir Newcastle í dag. 

Baines hefur verið okkar besti maður að mínu mati og verðum við að treysta á að hann verði góður í dag og vonandi mun Coleman rífa sig upp aftur eftir að hafa dalað eftir annars frábæra óvænta byrjun. Ég held lykillinn að Everton sigri í dag sé að Saha og Beckford taki lestina til Newcastle eða allavega skilji bílinn eftir.

Staðreyndin er sú að við erum aðeins nokkrum stigum frá fallsvæðinu, en þó ekki langt heldur í efstu lið! Þannig að hver leikur er nánast úrslitaleikur um hvort tímabilinu verði bjargað. 

Comments are closed.