Everton – Reading 0-1

Það var fátt jákvætt hjá okkar mönnum við þennan leik og Reading einfaldlega að spila fantavel og voru betra liðið á vellinum. Það var ekki að sjá að þeir væru heilli deild neðar. Við áttum góðan kafla í fyrri hluta fyrri hálfleiks en eftir markið sem við fengum á okkur á 26. mínútu varð þetta ósköp máttlaust og ekki laust við að maður hefði á tilfinningunni að Reading ætti eftir að bæta við frekar en að við næðum að jafna. Það kviknaði smá von þegar Beckford kom inn á þar sem hann kom sér í nokkur færi (eins og alltaf) en ekki náði hann að setja boltann inn og var síðar óheppinn að fá í sig skot þegar Saha komst í færi. Einnig var Osman að koma sér í færi, eins og í síðasta leik, en (aftur) náði ekki að nýta sér það.

En, til hamingju Reading. Þið eruð vel að sigrinum komnir. Vonandi náið þið að halda áfram á sömu braut.

Sky gefur ekki út einkunnir fyrir bikarleiki, einhverra hluta vegna, þannig að Goal.com verður að nægja: Howard 6, Jagielka 6.5, Distin 6, Baines 6.5, Coleman 5, Neville 5.5, Rodwell 5, Arteta 5.5, Bily 4.5 (flop leiksins), Osman 6.5, Saha 5.5. Varamenn Beckford 5, Anichebe 5, Baxter n/a. Hjá Reading voru 3 sjöur, einn með  7.5 og einn 8. Það segir ákveðna sögu að lesendur Sky eru að gefa okkar mönnum 4.4 og undir, að Howard undanskildum sem fékk 5.

 

Comments are closed.