Everton vs Reading

 

Á morgun tökum við á móti Reading í FA bikarnum á heimavelli í 16 liða úrslitum. Við höfum aðeins mætt Reading 7 sinnum (Árangur Everton: 5-1-1, þar af unnið 3 af 4 heimaleikjum). Sagan hefur þó lítið að segja þegar á hólminn er komið og vissara að vera einbeittir því það getur allt gerst í bikarnum. Reading lagði t.d. úrvalsdeildarlið West Brom í þriðju umferð.

Nokkrir leikmenn eru tæpir/meiddir fyrir leikinn: Fellaini (á ökkla/eyra), Saha (bílveikur), Cahill (með flugþreytu) og Beckford (með markeitrun). Af þessum er líklegast að Fellaini verði alveg hvíldur og Rodwell taki hans stað. Aldrei að vita nema hinir eigi séns. Nokkrir eru líka meiddir hjá Reading, þ.m.t. Ívar Ingimarsson.

Það er mikilvægt að halda dampi og slaka ekki á núna heldur nýta okkur þetta "boost" sem við fengum við Chelsea leikinn. Við sættum okkur ekki við neitt annað en 110% einbeitingu gegnum allan leikinn.

Eitthvað er á reiki hvenær leikurinn hefst, BBC vill meina að það verði kl. 19:45 en skv. heimasíðu Everton er flautað til leiks kl. 19:30.

 

 

Comments are closed.