Everton – Sunderland 2-0

Flottur leikur hjá okkar mönnum. Tvö mörk frá Beckford sökktu Sunderland en Beckford er nú kominn með 8 mörk á tímabilinu og virðist vera að komast almennilega í gang. Gaman að sjá líka menn eins og Arteta koma sterkir inn en þetta var líklega besti leikur hans á tímabilinu. Seinna markið var eitthvað sem hann skapaði frá upphafi þegar hann fór illa með varnarmann Sunderland og tók á sprett upp völlinn. Fyrir leikinn var sagt að Arteta yrði hvíldur í aukaspyrnum og hornspyrnum, en það var ekki að sjá að það væri rétt.

Sunderland liðið var bitlaust og kannski svolítið andleysi í þeirra leik líka. Þeir áttu reyndar færi í upphafi og skot sem Howard varði í slá sem hefði getað jafnað leikinn en einhvern veginn skapaðist ekki mikil hætta hjá þeim almennt séð og voru færin sem við fengum mun betri.

Við héldum því hreinu í fyrsta skipti í 17 leikjum sem er mikið gleðiefni og það er ekki laust við að manni finnist við hafa átt að setja inn fleiri mörk, til dæmis þegar Osman komst í dauðfæri, búinn að afgreiða bæði varnarmann og markvörð en dúndrar svo í hausinn á Sunderland manni sem stendur á línunni. Það eina slæma við þennan leik var að Fellaini og Beckford fóru út af meiddir en ekki er búið að meta hvort meiðslin séu alvarleg.

En, það má gleðjast yfir því að hafa tekið 3 stig og við loksins komnir meðal topp 10 aftur — þar sem við eigum heima. Næst er það Reading á þriðjudaginn í FA bikarnum.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Jagielka 8, Distin 7, Baines 7, Coleman 7, Neville 6, Osman 9, Arteta 7, Fellaini 6, Saha 7, Beckford 8. Varamenn: Bily 6, Cahill 6, Rodwell 7. Hjá Sunderland fengu Richardson, Sessegnon og Gyan 7 en aðrir 5 eða 6.

Comments are closed.