Everton vs Sunderland

Við tökum á móti Sunderland á heimavelli kl. 15:00 á laugardeginum. Vonandi sýnum við þeim jafn mikla gestrisni og þegar þeir komu í heimsókn árið 2007. Myndin sýnir einmitt Osman fagna sínu fyrsta marki í leiknum og 7. marki Everton! Það þarf að fara 14 leiki aftur í tímann (í deild og bikar) til að finna tap á móti Sunderland og 21 leik til að finna tap á heimavelli okkar. Við höfum jafnframt unnið um 64% af heimaleikjunum gegn þeim sem ætti að lofa góðu fyrir leikinn á laugardaginn. Upphaflega var reiknað með því að Saha, Rodwell og Cahill myndu ekki taka þátt en nú er verið að ræða um að þeir gætu jafnvel allir átt möguleika á að vera orðnir góðir. Vonandi reynist það rétt, þó ekki væri nema að hluta til. 

Í öðrum gleðifréttum má svo nefna að nýi sóknarmaðurinn, Apostolos Vellios, skoraði fyrir varaliðið í sínum fyrsta leik í vikunni. Fyrsta markið af vonandi mjög mörgum.

Og svona að lokum (fyrir þá sem hafa magann í umræður um leikmannakaup og sölur — hinir bara líti undan)… 🙂

Það lengist alltaf listinn yfir hverja langi í Rodwell. Nú segir pressan að Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafi bæst við en áður var Manchester United nefnt í því samhengi. Sennilega bara sömu spekúlasjónir og venjulega. Reikna ekki með að hann verði seldur nema fyrir hann fáist verulega feit summa.

Sögusagnir um að Michael Owen sé á leiðinni eru einnig komnar á kreik aftur. Svo eru tveir leikmenn annarra liða með lausan samning (Obinna núna, Bradley í sumar) sem hafa verið orðaðir við Everton: Victor Obinna, 23 ára sóknarmaður losnaði undan samningi við Inter Milan og Bradley Johnson, 23 ára miðjumaður, Leeds. Og þessi hefur verið nefndur líka: Nathan Eccleston, 20 ára sóknarmaður hjá Liverpool.

Tek þessu með fyrirvara. Ekki ólíklegt að þetta sé allt bara hugarórar blaðamanna.

Comments are closed.