Chelsea vs. Everton (endurtekinn)

Þá er komið að því: Endurtekinn bikarleikur við Chelsea, í þetta skiptið á brúnni í 4. umferð FA bikarkepnninnar kl. 12.30 á morgun (lau). Við vorum mjög óheppnir að klára þetta ekki heima en við verðum bara að spýta í lófana og gefa í. Við höfum náð ágætis árangri á móti Chelsea í síðustu leikjum og ekki verra að þeir hafa verið svolítið brokkgengir undanfarið, t.d. ekki náð að skora mark í sínum síðustu tveimur leikjum (töpuðu öðrum og gerðu jafntefli í hinum).

Við höfum aðeins tapað einu sinni gegn þeim í síðustu 7 leikjum (bikar og deild) en það var einmitt í úrslitum FA bikarsins 2009 (eins og fram hefur komið). Því miður verða Saha og Rodwell ekki með vegna meiðsla en það verður gaman að sjá hverjir verða frammi. Beckford og Cahill, kannski?

Það verður hins vegar hávær 6000 manna stuðningsmannahópur Everton á vellinum (allir miðar sem Everton fékk seldust upp). Hörkuleikur í vændum. Ekki missa af honum.

 

Comments are closed.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.