Bolton – Everton 2-0

Ég veit ekki hvað skal segja um þennan leik annað en það að við vorum arfaslakir og Bolton átti sigurinn fyllilega skilið. David Moyes orðaði þetta ágætlega í viðtali við Sky Sports: Þetta var versta frammistaða Everton í mjög langan tíma. Að mínu mati stóð enginn upp úr í þessum leik sem var frekar frústrerandi að horfa á.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Heitinga 5, Distin 5, Baines 6, Coleman 6, Bily 5, Fellaini 5, Neville 7, Cahill 5, Arteta 6, Anichebe 7. Varamenn: Osman 5, Baxter 6, Beckford 5. Bolton liðið var með sjöur og áttur, enginn undir 6.

Vonandi virkar þetta bara sem spark í rassinn fyrir leikinn við Chelsea.

Comments are closed.