Everton – Blackpool 5-3

Ótrúlegur leikur, vægast sagt! Ótrúlegur leikur! Mikið hefði ég viljað vera á staðnum. Mér hefur fundist við vera að spila í síðustu 3 leikjum eins og hlutirnir séu að smella saman; áttum augljóslega að vinna Chelsea í bikarnum og spiluðum mjög vel gegn Arsenal. Núna, hins vegar, uppskárum við laun erfiðisins með stórgóðum sigri. Saha var í raun óheppinn að fá ekki fimmta markið skráð á sig (!) því dómarinn dæmdi af honum eitt mark þegar hann flautaði of snemma í stöðunni 1-1. Þetta leit reyndar illa út þegar Blackpool komst í 2-3 í byrjun seinni hálfleiks en Saha afgreiddi þá snyrtilega í leik sem líklega mun reynast einn fjörugasti leikur tímabilsins. Niðurstaðan 5-3 og hefði sigurinn hæglega getað verið stærri, slíkir voru yfirburðirnir. Áttunda mark Saha í hans síðustu 6 leikjum þar með staðreynd.

Einkunnir Sky Sport: Howard 7, Distin 7, Heitinga 6, Coleman 7, Baines 7, Neville 7, Rodwell 7, Arteta 7, Fellaini 9, Bily 7, Saha 10 (já, 10!). Varamenn: Jagielka 6, Cahill 6, Beckford 7. Hjá Blackpool var fyrirliðinn Adam með 8 og þrír með 7. Aðrir rétt slefuðu upp í 6, ef svo hátt. Baines átti 2 stoðsendingar sem gáfu mörk, Bily 1, Fellaini 1 og Beckford 1. 

 

Comments are closed.